Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 24. febrúar 2017 17:28
Elvar Geir Magnússon
Yfirlýsing Ranieri: Draumur minn dó í gær
Ranieri var rekinn í gær.
Ranieri var rekinn í gær.
Mynd: Getty Images
Meistari.
Meistari.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Claudio Ranieri hefur gefið frá sér fallega yfirlýsingu, um það bil sólarhring eftir að hann var rekinn frá Leicester.

Yfirlýsing Ranieri í íslenskri þýðingu:

Í gær dó draumur minn.

Eftir sæluvímu síðasta tímabils og eftir að við vorum krýndir Englandsmeistarar var minn draumur að vera áfram hjá Leicester City, félaginu sem ég elska.

Því miður átti það ekki að gerast.

Ég vil þakka eiginkonu minni Rosanne og allri fjölskyldu minni fyrir endalausan stuðning á tíma mínum hjá Leicester.

Mínar þakkir fara til Paolo og Andreu sem fóru með mér í gegnum þetta ferðalag. Ég þakka Steve Kutner og Franco Granello fyrir að gefa mér tækifærið á því að verða meistari.

Að mestu vil ég þakka fótboltafélaginu Leicester City. Ævintýrið var ótrúlegt og mun lifa með mér til eilífðar.

Ég vil þakka öllum fjölmiðlamönnum sem komu með okkur og nutu þess að segja frá mögnuðustu sögu fótboltans.

Hjartans þakkir til allra hjá félaginu, allra leikmanna, starfsliðsins, allra sem voru þarna og voru hluti af því sem við afrekuðum.

Mest vil ég þakka stuðningsmönnum. Þið tókuð mig inn í hjarta ykkar frá fyrsta degi og sýnduð mér ást. Ég elska ykkur til baka. Enginn getur tekið það í burtu sem við afrekuðum og ég vona að þið getið hugsað til þess og brosað alla daga á sama hátt og ég mun alltaf gera.

Þetta var stórkostlegur tími og gleði sem ég mun aldrei gleyma. Það hefur verið ánægja og heiður að verða meistari með ykkur öllum.

Claudio Ranieri

Athugasemdir
banner
banner
banner