fim 23. febrúar 2017 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ranieri rekinn frá Leicester (Staðfest)
Ranieri er búinn að missa starfið.
Ranieri er búinn að missa starfið.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Leicester City, en þetta staðfesti enska félagið í kvöld. Þessar fregnir koma mjög á óvart þrátt fyrir slakt gengi Leicester á þessu tímabili.

Hlutirnir hafa breyst mikið á skömmum tíma hjá Leicester. Fyrir níu mánuðum stýrði Ranieri þeim til sigurs í ensku úrvalsdeildinni, en nú er liðið aðeins einu stigi frá fallsæti þegar 13 leikir eru eftir.

Hinn 65 ára gamli Ranieri stýrði eins og áður segir Leicester til Englandsmeistaratitils á síðasta ári, en fyrir tímabilið voru líkurnar á að það myndi gerast 5000-1.

Ranieri stýrði Leicester í síðasta sinn í gær þegar liðið tapaði 2-1 gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu. Um fyrri leik liðanna var að ræða.

„Þetta hefur verið erfiðasta ákvörðun sem við höfum þurft að taka síðan við tókum við eignarhaldi hjá Leicester fyrir næstum því sjö árum," sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, varaformaður Leicester.

„Við höfum þá skyldu að gegna að setja langtíma-hagsmuni félagsins fram yfir allt persónulegt, sama hversu sterkt það er."

Leicester gaf út yfirlýsingu fyrr í þessum mánuði þar sem fullu trausti við Ranieri var lýst yfir.

Yfirlýsing frá Leicester





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner