Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 17:34
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea fylgist náið með heitasta framherja Evrópu
Mynd: EPA
Chelsea hefur sent njósnara í þrígang til að fylgjast með sænska framherjanum Viktor Gyökeres en þetta segir portúgalska blaðið Record.

Enginn framherji í Evrópu er heitari en Gyökeres en hann er með 36 mörk og 14 stoðsendingar í 39 leikjum með Sporting á tímabilinu.

Svíinn gerði vel með Coventry City á síðustu leiktíð þar sem hann gerði 21 deildarmark í ensku B-deildinni og var hann í kjölfarið seldur til Sporting.

Gyökeres, sem er 25 ára gamall, er eftirsóttur af mörgum stórliðum um alla Evrópu, en Chelsea hefur hvað mestan áhuga á honum og hefur sent njósnara þrisvar sinnum til að fylgjast með honum.

Chelsea sendi síðast njósnara á landsleik Portúgals og Svíþjóðar, sem Portúgal vann 5-2, en Gyökeres gerði fyrra mark Svía í leiknum.

Arsenal hefur einnig áhuga á þessum öfluga framherja en ljóst er að það verður hart barist um undirskrift hans í sumarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner