Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. mars 2024 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Cole Campbell skoraði tvö mörk í fyrsta leik
Cole Campbell
Cole Campbell
Mynd: Getty Images
Íslenski-bandaríski sóknarmaðurinn Cole Campbell skoraði tvö mörk í frumraun sinni með U19 ára landsliði Bandaríkjanna í 3-2 sigri á Englandi í dag.

Cole, sem er 18 ára gamall, á íslenska móður, spilaði í yngri flokkum á Íslandi og átti leiki fyrir U17 ára landsliðið en valdi það frekar að spila fyrir Bandaríkin.

Faðir hans er bandarískur og fékk hann því tækifæri á að velja Bandaríkin, sem hann gerði.

Hann er á mála hjá þýska félaginu Borussia Dortmund en hann kom til félagsins frá Breiðabliki fyrir tveimur árum.

Cole lék sinn fyrsta leik fyrir Bandaríkin í dag er U19 ára landsliðið vann England, 3-2, og skoraði hann tvö mörk. Ágætis byrjun á landsliðsferli sínum með Bandaríkjunum.

Á dögunum greindi hann frá því í viðtali að Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, hefði hjálpað honum að auðvelda valið, en Aron valdi einnig Bandaríkin á sínum tíma og spilaði meðal annars á HM 2014 fyrir þjóðina.


Athugasemdir
banner
banner
banner