Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Vinicius grét á blaðamannafundi - „Ég vil bara spila fótbolta“
Mynd: EPA
Brasilíski fótboltamaðurinn Vinicius Junior brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik Brasilíu og Spánar í dag en hann var spurður út í kynþáttafordóma sem hann hefur orðið fyrir síðasta árið.

Vinicius hefur gengið í gegnum erfiða tíma hjá Real Madrid undanfarið.

Stuðningsmenn spænskra liða reyna ítrekað að taka hann úr jafnvægi og nota til þess ógeðfelldar leiðir, með því að hæðast að kynþætti hans.

Leikmaðurinn hefur margoft kvartað yfir þessu á samfélagsmiðlum og meðal annars lenti í orðaskaki við Javier Tebas, forseta deildarinnar, sem hefur gagnrýnt leikmanninn og þv ekki mikla hjálp í honum.

Brasilía og Spánn mætast í vináttulandsleik á Santiago Bernabeu Spáni á morgun, en Vinicius brast í grát þegar hann var spurður út í kynþáttafordóma í hans garð.

„Ég vil bara spila fótbolta en það er erfitt að halda áfram. Ég hef minni áhuga á því að spila, en það hefur aldrei komið upp í hugann að yfirgefa Spán því þá gef ég rasistunum nákvæmlega það sem þeir vilja. Ég verð áfram því þá geta þeir haldið áfram að sjá andlit mitt. Ég er frakkur leikmaður, spila fyrir Real Madrid og við vinnum marga titla, en það fer ekki vel í marga,“ sagði Vinicius á blaðamannafundinum.

„Ég ætla að vera hér, spila fyrir besta félag heims, skora mörk og vinna titla. Fólk mun halda áfram að sjá andlit mitt til lengri tíma,“ sagði hann enn fremur.

Ný herferð gegn kynþáttafordómum verður áberandi á leiknum en slagorð þess er One Skin.


Athugasemdir
banner
banner
banner