Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 27. mars 2017 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Dublin, Írlandi
Aron Sig: Reyni að sjálfsögðu að skora gegn Írum
Icelandair
Aron á landsliðsæfingu fyrir helgi.
Aron á landsliðsæfingu fyrir helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega skemmtilegt, ég er stoltur af því að vera kominn í A-landsliðið og að taka af skarið með þessum hóp er mjög skemmtilegt," sagði Aron Sigurðarson kantmaður Íslands við Fótbolta.net í dag.

Aron er í Dublin með íslenska landsliðinu en þar mætir liðið Írlandi í æfingaleik annað kvöld. Hann hefur farið vel af stað með landsliðinu og skorað 2 mörk í 4 fyrstu landsleikjum sínum

„Við erum að fara að spila skemmtilegan leik á móti Írum og að sjálfsögðu reyni ég að skora í þeim leik," sagði Aron.

Aron var ónotaður varamaður í leiknum gegn Kosovo í undankeppni HM 2018 á föstudaginn og sá leikinn af hliðarlínunni. „Það tók á að vera á hliðarlínunni. Þeir settu 2-1 markið á okkur og lokamínúturnar tóku á en við náðum að halda þetta út," sagði Aron.

„Ég vonast til að spila eitthvað á móti Írum og nýta tækifærið sem ég fæ en ég veit ekkert hversu mikið það verður, það verður að koma í ljós."

Aron leikur með Tromsö í Noregi og er spenntur fyrir nýju tímabili sem senn fer að hefjast þar í landi.

„Ég er í mjög góðu formi og búinn að spila mjög vel í undanförnum leikjum með liðinu, ég er spenntur fyrir því. Ég held að við getum gert ágæta hluti og komið á óvart. Stefnan er sett á að vera um miðja deild og við getum verið sáttir ef við náum því."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner