Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. mars 2024 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Breiðablik meistari í þriðja sinn
Blikar eru Lengjubikarsmeistararar 2024
Blikar eru Lengjubikarsmeistararar 2024
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Höskuldur skoraði tvö
Höskuldur skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 1 ÍA
1-0 Kristófer Ingi Kristinsson ('24 )
1-1 Marko Vardic ('39 )
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('45 )
3-1 Jason Daði Svanþórsson ('51 )
4-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('75 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er Lengjubikarsmeistari A-deildar karla árið 2024 eftir að liðið vann þægilegan 4-1 sigur á ÍA á Kópavogsvelli í kvöld.

Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti og voru líklegri aðilinn til að komast í forystu en nýttu ekki góða hápressu sína. Marko Vardic kom sér í góða stöðu í teignum eftir að hafa leikið á varnarmann en hann var of lengi að athafna sig og rann færið því út í sandinn.

Þremur mínútum síðar voru Blikar komnir í forystu. Vardic í alls konar vandræðum, en hann sendi boltann fyrir eigið mark og á Aron Bjarnason sem komst upp að endalínu, kom með fyrirgjöfina inn í teiginn og á Kristófer Inga Kristinsson sem skallaði boltann í markið.

Kristófer var nálægt því að skora keimlíkt mark nokkrum mínútum síðar en skallaði þá boltanum framhjá.

Vardic, sem hafði verið í örlitlu veseni í byrjun leiksins, náði að bæta upp fyrir það á 39. mínútu með glæsilegu skoti við D-bogann og upp í samskeytin. Frábært mark.

Steinar Þorsteinsson var ekki langt frá því að koma ÍA í forystu stuttu síðar en skalli hans fór yfir markið. Blikar refsuðu fyrir það klúður undir lok hálfleiksins er Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr aukaspyrnu.

Jason Daði Svanþórsson kom Blikum í tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik. Andri Rafn Yeoman kom boltanum inn fyrir á Jason sem vippaði honum þægilega yfir Árna Marinó í markinu.

Skagamenn fengu ágætis færi til þess að komast inn í leikinn en nýttu ekki. Í staðinn náðu Blikar að gera út um leikinn er Höskuldur gerði annað mark sitt á 75. mínútu eftir gott samspil með Kristni Steindórssyni. Kristinn vippaði boltanum yfir vörn Skagamanna og á Höskuld sem tók viðstöðulaust skot og boltinn í netinu.

Frábær sigur Blika staðreynd. Þetta er í þriðja sinn sem liðið vinnur A-deild Lengjubikarsins en liðið vann einnig keppnina árið 2013 og 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner