Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   sun 28. september 2014 16:53
Magnús Már Einarsson
Setja FH og Stjarnan heimsmet?
Stjarnan og FH gætu sett met.
Stjarnan og FH gætu sett met.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svona var lokastaðan í Serie A 1978/1979.  Perugia endaði í öðru sæti þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik.
Svona var lokastaðan í Serie A 1978/1979. Perugia endaði í öðru sæti þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik.
Mynd: Netið
FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Pepsi-deildarinnar um næstu helgi.

FH hefur unnið 15 leiki og gert 6 jafntefli á meðan Stjörnumenn hafa unnið 14 leiki og gert 7 jafntefli.

Sú ótrúlega staða er komin upp að Stjarnan gæti farið taplaust í gegnum mótið en samt endað í 2. sæti þar sem jafntefli um næstu helgi þýðir að FH-ingar verða Íslandsmeistarar.

Ef bæði lið fara í gegnum mótið taplaust er um heimsmet að ræða eftir því sem Fótbolti.net kemst næst.

Það er þó ekki einsdæmi að lið geti endað í 2. sæti í deildarkeppni eftir að hafa farið taplaust í gegnum tímabil.

Tímabilið 1978/1978 endaði Perugia í 2. sæti í Serie A þrátt fyrir að tapa ekki leik á tímabilinu. Perugia gerði þá 19 jafntefli í 30 leikjum en AC Mlan tapaði þremur leikjum og varð samt meistari.

Árið 1951 endaði CSKA Sofia fimm stigum á undan Spartak Sofia í búlgörsku deildinni. Spartak vann 14 leiki og gerði 8 jafntefli en það dugði ekki til sigurs í deildinni líkt og gæti gerst hjá Stjörnunni núna.

Benfica tapaði ekki leik tímabilið 1977/1978 en endaði í 2. sæti í portúgölsku deildinni með lélegri markamun en Porto sem tapaði einum leik það tímabilið. Galatasaray tapaði líka á markamun gegn Besiktas í titilbaráttu í Tyrklandi 1985/1986 eftir 36 leiki án taps. Besiktas tapaði hins vegar tveimur leikjum það tímabilið.

Árið 2008 endaði Rauða Stjarnan í öðru sæti í serbnesku deildinni, fimm stigum á eftir Partizan Belgrad sem tapaði einum leik af 33 á tímabilinu.

Veistu betur?
Sendu endilega tölvupóst á [email protected] ef þú hefur betri upplýsingar en hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner