Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. mars 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búist við að Alonso verði hjá Leverkusen út næstu leiktíð
Mynd: EPA
Xabi Alonso er eftirsóttasti þjálfari fótboltaheimsins um þessar mundir en hann er samningsbundinn Bayer Leverkusen í Þýskalandi þar til í júní 2026.

Í júní 2025 verður hins vegar hægt að virkja söluákvæði í samningi Alonso við Leverkusen og er búist við að þjálfarinn skipti þá um félag.

Stórveldin FC Bayern, Liverpool og Real Madrid eru meðal félagsliða sem hafa verið orðuð við Alonso undanfarnar vikur og mánuði, en fótboltafréttamaðurinn vinsæli Fabrizio Romano greinir frá því að hann verður líklegast áfram í Leverkusen.

Bayern er tilbúið til að bíða eftir að Alonso taki ákvörðun varðandi framtíðina, en Liverpool ætlar að snúa sér beint að öðrum skotmörkum.

Uli Höness, stjórnarmeðlimur hjá Bayern, viðurkenndi í fjölmiðlum í gær að Alonso yrði líklegast áfram hjá Leverkusen. Romano tekur undir með honum.

Hann segir að Liverpool ætli að snúa sér að Ruben Amorim, þjálfara Benfica, sem er meðal efstu manna á óskalistanum yfir arftaka Jürgen Klopp.

Amorim er 39 ára gamall og er samningsbundinn Sporting þar til í júní 2026. Hann er með söluákvæði í samningi sínum við félagið sem gerir hann falann fyrir 30 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner