Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Valur
2
0
ÍA
Patrick Pedersen '37 1-0
Gylfi Þór Sigurðsson '58 2-0
07.04.2024  -  19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Gylfi Þór Sigurðsson ('68)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
7. Aron Jóhannsson ('80)
8. Jónatan Ingi Jónsson ('80)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('72)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Elfar Freyr Helgason ('80)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('68)
16. Gísli Laxdal Unnarsson
17. Lúkas Logi Heimisson ('80)
21. Jakob Franz Pálsson
24. Adam Ægir Pálsson ('72)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Bjarni Mark Antonsson ('11)
Birkir Már Sævarsson ('30)
Aron Jóhannsson ('74)
Arnar Grétarsson ('77)
Jónatan Ingi Jónsson ('77)

Rauð spjöld:
95. mín
Hér verður fréttamannafundur í beinni eftir smástund
Elvar Geir Magnússon
Leik lokið!
Þetta er búið!

Valur byrjar Bestu deildina árið 2024 á sigri á ÍA 2-0.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín
Klukkan slær 90 hér á Hlíðarenda. Fjórar mínútur að lágmarki fjórar mínútur.
89. mín
Hinrik Harðarson með skot fyrir utan en boltinn yfir.
87. mín
Lítið gerast hérna síðustu mínútur og Valsmenn eru að sigla þessu heim hægt og rólega.
80. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
80. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
80. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Arnór Smárason (ÍA)
80. mín
Inn:Arnleifur Hjörleifsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
77. mín Gult spjald: Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Sigurður Hjörtur rosalega spjaldaglaður þessa stundina.
77. mín Gult spjald: Arnar Grétarsson (Valur)
Bekkurinn hjá Val fær hér spjald.

Set þetta á Arnar en alls ekki viss hver fékk þetta spjald.
76. mín
Jónatan Ingi! Adam Ægir kemur boltanum fyrir á Jónatan Inga sem er aleinn inn á teig Vals en skallar boltann beint á Árna.

Dauðafæri til að gera út um þetta hér.
74. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Aron Jó spjaldaður eftir brot rétt fyrir utan teig og Skagamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en ekkert verður úr henni.
73. mín
Jónatan Ingi fær boltann og kemur honum út á Pedersen sem neglir boltanum fyrir á Aron Jó sem nær eðlilega ekki að koma boltanum á markið. Rosalega föst fyrirgjöf.
72. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
71. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
71. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
68. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Gylfi skorar í frumraun sinni í alvöru keppnisleik fyrir Val.
66. mín Gult spjald: Oliver Stefánsson (ÍA)
Tekur Patta niður við hliðarlínu.
63. mín
GYLFI AFTUR!! Tryggvi Hrafn fær boltann út til vinstri og gerir vel með því að koma boltanum á Gylfa sem nær skoti en boltinn í slánna!
Cookin!
58. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
GYLFI ÞÓR!!!!!! Valsmenn eru komnir í 2-0.

Siggi Lár fær boltann út til vinstri sem finnur Bjarna Mark við vítateiginn. Bjarni Mark lyftir boltanum inn á teiginn á Aron Jó sem skallar boltann fyrir fætur Gylfa sem setur boltann í netið!
55. mín
Viktor Jónsson! Johannes Val fær boltann út til vinstri og kemur með frábæran bolta inn á teiginn á Viktor sem nær ekki að setja boltann í netið.
52. mín
Valsmenn keyra upp í hraða skyndisókn. Jónatan Ingi kemur boltanum inn á teiginn en Valsmenn ná ekki að gera sér mat.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.

Valur vinnur hornspyrnu eftir 16.sek.
45. mín
Hafliði Breðfjörð okkar maður er á vellinum!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks. Valsmenn fara með 1-0 forskot inn í hálfleikinn en þeir hafa stjórnað þessum fyrri hálfleik.

Komum aftur með síðari hálfleikinn eftir rétt tæpar fimmtán mínútur.
44. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

44. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

44. mín
Jónatan Ingi fær boltann hægramegin og vinnur hornspyrnu fyrir Val.
40. mín
GYLFI ÞÓR!!!! Valsmenn keyra upp eftir horspyrnu Skagamanna. Tryggvi Hrafn fær boltann og kemur boltanum á Gyla sem kemur sér í mjög góða stöðu inn á teignum en setur boltann rétt framhjá.

Það er að kveikna í þessu!
37. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Orri Sigurður Ómarsson
100 mörk í efstu deild! MAAAARK!!!

Valsmenn lyfta boltanum inn á teiginn. Orri Sigurður færa boltann á fjær og nær að skalla boltann fyrir Patrick Pedersen sem skallar boltann í netið!
30. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Birkir Már tekur Hinrik Harðarson niður
25. mín
Steinar Þorsteins fær boltnn inn á teig Vals og nær skoti en boltinn af varnarmanni Vals.
23. mín Gult spjald: Hinrik Harðarson (ÍA)
Hinrik brýtur á Bjarna á miðjum velli.
17. mín
Valmenn meira og minna með boltann Valsmenn stjórna þessum leik en eru ekki að ná að koma sér í alvöru færi. Skagamenn verjast gríðarlega vel.
11. mín Gult spjald: Bjarni Mark Antonsson (Valur)
Brýtur á Steinari á vallarhelming ÍA
9. mín
Gylfi Þór Fær boltann inn á teignum eftir hornspyrnu og reynir að finna Valsmann við vítapunktinn en vinnur aðra hornspyrnu.
6. mín
JÓNATAN INGI!! Fær boltann inn á teiginn en nær ekki að koma boltanum í markið og Valsmenn vinna horpsyrnu sem ekkert verður úr.
5. mín
Fer rólega af stað Valsmenn talsvert ofan á þessar fyrstu fimm.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Sigurður Hjörtur flautar og leikurinn er farinn í gang

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks Sigurður Hjörtur Þrastarson leiðir liðin til leiks og áhorfendur standa upp. Eftirvæntingin er rosaaleg!
Fyrir leik
Uppselt í kvöld Vallarþulur Valsmanna tilkynnti nú rétt í þessu að það væri uppselt á völlinn í kvöld. Það eru rétt tæpar fimmtán mínútur þar til Sigurður Hjörtur flautar til leiks.
Fyrir leik
Byrjunarlið Bjarni Mark Antonsson sem gékk til liðs við Val á dögunum kemur beint inn í byrjunarlið Vals í dag. Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á miðjunni hjá Valsmönnum í kvöld.

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA byrjar með Hinrik Harðarson inn á í kvöld.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Gylfi Þór byrjar Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net byrjar Gylfi Þór í kvöld og verður áhugavert að sjá hann í sínum fyrsta alvöru keppnisleik fyrir Val.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson flautar leikinn hér í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Patrik Freyr Guðmundsson og Hreinn Magnússon. Varadómari í kvöld er málarameistarinn Erlendur Eiríksson og eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Valsmenn héldu fréttamannafund í aðdraganda leiksins Valsmenn héldu fyrir helgi fréttamannafund þar sem þjálfarar og leikmenn liðanna tveggja sátu fyrir svörum. Valur sendi Arnar Grétarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Jón Þór Hauksson og Arnór Smárason voru fulltrúar Akranesar.

Hér má sjá tvo fréttamola frá því úr víkunni.

   05.04.2024 15:37
Spenna í Gylfa - „Undir Adda komið hversu mikið ég spila“


   03.04.2024 14:00
Breyta ekki undirbúningnum til að stöðva Gylfa


Fyrir leik
Komnir/Farnir Valur Valsmenn hafa sótt unga gríðarlega öfluga leikmenn í bland við einn kall sem heitir Gylfi Þór Sigurðsson. Krafan á Hlíðarenda er að vinna alla titla sem í boði eru í sumar.

Komnir:
Gylfi Þór Sigurðsson frá Lyngby
Jónatan Ingi Jónsson frá Sogndal
Bjarni Mark Duffield frá Start
Bjarni Guðjón Brynjólfsson frá Þór
Gísli Laxdal Unnarsson frá ÍA
Jakob Franz Pálsson frá Venezia
Stefán Þór Ágústsson frá Selfossi
Ólafur Flóki Stephensen frá Grindavík (var á láni)

Farnir:
Hlynur Freyr Karlsson til Haugesund
Andri Rúnar Bjarnason í Vestra
Birkir Heimisson í Þór
Orri Hrafn Kjartansson á láni í Fylki
Haukur Páll Sigurðsson orðinn aðstoðarþjálfari
Sveinn Sigurður Jóhannesson
Guy Smit til KR (var á láni hjá ÍBV)

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði BreiðfjörðMynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hitað var rækilega upp fyrir fyrstu umferðina í útvarpsþættinum Fótbolti.net - Hægt að hlusta á þáttinn í öllum hlaðvarpsveitum
   06.04.2024 14:26
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Komnir/Farnir ÍA Komnir:
Erik Tobias Sandberg frá Noregi
Hinrik Harðarson frá Þrótti R.
Marko Vardic frá Grindavík
Oliver Stefánsson frá Breiðabliki
Guðfinnur Þór Leósson frá Kára
Ísak Máni Guðjónsson frá Víkingi Ó.

Farnir:
Gísli Laxdal Unnarsson til Vals
Indriði Áki Þorláksson hættur
Alex Davey
Marteinn Theodórsson til ÍR
Pontus Lindgren til Svíþjóðar(var á láni frá KR)

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Rándýrt prógram fyrir leikinn í kvöld - Þér er boðið!
Fyrir leik
Byrjunarstress á Hlíðarenda? Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar á Stöð 2 Sport spáir í leikina sem eru í 1. umferð deildarinnar

Valur 1- 1 ÍA
Smá byrjunarstress á Hlíðarenda.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lengsta undirbúningstímabil í heimi er á enda! Góðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur á N1-völlinn á Hlíðarenda þar sem Valsmenn taka á móti ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla árið 2024.

Óhætt er að segja að eftirvæntingin fyrir mótinu í ár sé gríðarleg.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('80)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson ('71)
10. Steinar Þorsteinsson ('71)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f) ('80)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson ('80)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('80)
18. Guðfinnur Þór Leósson
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Árni Salvar Heimisson ('71)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Albert Hafsteinsson
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Hinrik Harðarson ('23)
Oliver Stefánsson ('66)

Rauð spjöld: