Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 22. janúar
Championship
Leeds - Norwich - 19:45
Plymouth - Burnley - 20:00
Portsmouth - Stoke City - 19:45
Sheff Wed - Bristol City - 19:45
Meistaradeildin
RB Leipzig - Sporting - 17:45
Shakhtar D - Brest - 17:45
Celtic - Young Boys - 20:00
Feyenoord - Bayern - 20:00
Milan - Girona - 20:00
PSG - Man City - 20:00
Sparta Prag - Inter - 20:00
Arsenal - Dinamo Zagreb - 20:00
Real Madrid - Salzburg - 20:00
Evrópudeildin
Besiktas - Athletic - 15:30
WORLD: International Friendlies
River Plate 2 - 0 Mexíkó
Qatar U-20 - Uzbekistan U-20 - 15:00
Bandaríkin - Kosta Ríka - 00:00
þri 26.mar 2024 15:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Fylkir

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fylkir muni enda í ellefta og næst neðsta Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fylkir fellur niður í Lengjudeildina ef spáin rætist en þetta er annað árið í röð sem Fylki er spáð þessu tiltekna sæti.

Fylkismönnum er annað sumarið í röð spáð ellefta sæti.
Fylkismönnum er annað sumarið í röð spáð ellefta sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis.
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seðlabankastjórinn, Ásgeir Eyþórsson.
Seðlabankastjórinn, Ásgeir Eyþórsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Daríus var óvænt stjarna í Fylkisliðinu á síðasta tímabili.
Benedikt Daríus var óvænt stjarna í Fylkisliðinu á síðasta tímabili.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Matthias Præst er áhugaverður leikmaður.
Matthias Præst er áhugaverður leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen lagði skóna á hilluna.
Ólafur Karl Finsen lagði skóna á hilluna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Guðmundur Tyrfingsson að springa út?
Nær Guðmundur Tyrfingsson að springa út?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Fylkismenn í sumar?
Hvað gera Fylkismenn í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Fylkir, 24 stig
12. HK, 14 stig

Um liðið: Fólk hafði ekki sérlega mikla trú á Fylki komandi inn í Bestu deildina í fyrra en nokkuð var um óskrifuð blöð í liðinu. Þessir strákar stóðu sig býsna vel og ber þar kannski helst að nefna Benedikt Daríus Garðarsson sem skoraði fyrsta markið í Bestu deildinni síðasta sumar. Sá hafði verið að leika sér í neðri deildunum en átti frábært sumar í Bestu deildinni í sumar. Liðið endaði að lokum í áttunda sæti, en Fylkismenn eru áfram að treysta á marga unga leikmenn í bland við nokkra reynslumeiri. Það virkaði vel í fyrra og spurning hvort þeir appelsínugulu verði líka léttir í lautarferð í sumar.

Þjálfarinn: Fyrir ungt lið sem er að reyna að fóta sig í efstu deild, þá eru líklega ekki margir betri þjálfarar til en Rúnar Páll Sigmundsson. Maður sem hefur gert þetta allt í fótboltanum hér á Íslandi. Rúnar tók við Fylki í vondri stöðu þegar þrjár umferðir voru eftir af tímabilinu 2021 er liðið féll úr Bestu deildinni. Hann ákvað að taka slaginn áfram og fór beint aftur upp með Árbæinga. Rúnar var þjálfari Stjörnunnar á árunum 2014 til 2021. Þar náði hann mjög svo góðum árangri, varð Íslands- og bikarmeistari og náði einnig eftirtektarverðum árangri í Evrópu. Þar á undan hafði hann þjálfað Skínanda, HK og Levanger í Noregi.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Harald Árna Hróðmarsson til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Haraldur, sem er fyrrum aðstoðarþjálfari Vals og ÍA, fer yfir það helsta hjá Fylkismönnum.

Styrkleikar: Fylkismenn eru vel skipulagðir varnarlega, vinnusamt lið og með mikinn hraða fram á við. Ásgeir og Orri mynda sterkt miðvarðapar og Ólafur Kristófer hefur tekið góð skref undanfarin ár. Fáir þjálfarar á Íslandi eru betri á leikdegi en Rúnar Páll og hans reynsla mun skila Fylki stigum. Stemningin í kringum liðið getur orðið mjög góð, heimamennirnir í liðinu eru fjölmargir og sigur gegn KR í fyrstu umferð myndi lyfta stuðningnum úr stúkunni í hæstu hæðir.

Veikleikar: Sóknarlína Fylkis er reynslulítil í efstu deild, margir sterkir leikmenn yfirgáfu Fylki í vetur auk þess sem Óskar Borgþórsson fór í sumarglugganum í fyrra. Hópurinn er ekki breiður en nokkrir spennandi ungir leikmenn hafa gert vel í Lengjubikarnum sem er jákvætt.

Lykilmenn: Ásgeir Eyþórsson bindur saman vörnina og skorar sín mörk úr föstum leikatriðum, Ragnar Bragi Sveinsson gefur liðinu rosalegt keppniskap og hjarta fyrir utan hvað hann er góður fótboltamaður og Benedikt Daríus Garðarsson er fyrsti sóknarmaður á blað.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Ómar Björn Stefánsson á eftir að skora mörk í sumar.

Komnir:
Matthias Præst frá Danmörku
Guðmundur Tyrfingsson frá Selfossi
Halldór Jón Sigurður Þórðarson frá ÍBV
Arnar Númi Gíslason frá Breiðabliki (var á láni hjá Gróttu)
Hilmar Þór Kjærnested Helgason frá Breiðabliki
Hallur Húni Þorsteinsson frá Haukum (var á láni)

Farnir:
Ólafur Karl Finsen hættur
Arnór Gauti Jónsson í Breiðablik
Pétur Bjarnason í Vestra
Elís Rafn Björnsson (spilar ekki í sumar)
Frosti Brynjólfsson í Hauka
Sveinn Gísli Þorkelsson í Víking R. (var á láni)

Dómur Haraldar fyrir gluggann: Fá 3/10. Það eru fimm lykilmenn farnir auk Óskars Borgþórs og í staðinn koma óskrifuð blöð. Vonandi geta Halldór Jón, Præst og Gummi Tyrfings smollið vel og fyllt þessi skörð ásamt ungu leikmönnunum sem hafa spilað mikið í vetur. Ekki sannfærandi gluggi.

Leikmannalisti:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Stefán Gísli Stefánsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson
9. Matthias Præst
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
13. Guðmar Gauti Sævarsson
14. Theódór Ingi Óskarsson
15. Axel Máni Guðbjörnsson
16. Emil Ásmundsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Hallur Húni Þorsteinsson
21. Aron Snær Guðbjörnsson
22. Ómar Björn Stefánsson
25. Þóroddur Víkingsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
70. Guðmundur Tyrfingsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Arnar Númi Gíslason
Hilmar Þór Kjærnested Helgason



Fyrstu fimm leikir Fylkis:
7. apríl, Fylkir - KR (Würth völlurinn)
14. apríl, Fylkir - Valur (Würth völlurinn)
21. apríl, ÍA - Fylkir (ELKEM völlurinn)
29. apríl, Fylkir - Stjarnan (Würth völlurinn)
5. maí, Fram - Fylkir (Lamhagavöllurinn)

Í besta og versta falli: Í besta falli verða Emil Ásmunds og Ásgeir Eyþórs heilir heilsu, liðið byrjar vel og kemur sér þægilega fyrir um miðja töflu og heldur sér sannfærandi uppi. Í versta falli lendir Fylkir í harðri fallbaráttu, mörkin skila sér ekki og pressan nær til reynsluminni leikmanna.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner