Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 05. apríl 2024 15:37
Elvar Geir Magnússon
Spenna í Gylfa - „Undir Adda komið hversu mikið ég spila“
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu, loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Núna er alvaran að byrja og undirbúningurinn breytist. Þetta verður hörkudeild, ég held að deildin sé á frábærum stað," sagði Gylfi Þór Sigurðsson á fréttamannafundi Vals í dag.

Valsmenn eiga leik gegn ÍA á sunnudaginn í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Hvernig finnst Gylfa gæðin hafa verið í þeim leikjum sem hann hefur spilað á undirbúningstímabilinu?

„Ég held að gæðin miðað við aðstæður hafi verið mjög góð. Það var náttúrulega skítakuldi og völlurinn hálf frosinn, samt allt í lagi. Ef við horfum á okkar hóp erum við með fullt af góðum leikmönnum og ég er að njóta þess mjög vel að spila með þeim."

Gylfi lék 45 mínútur gegn Víkingi í meistarar meistaranna, hvað er hann tilbúinn að spila mikið á sunnudaginn?

„Það er undir Adda (Arnari Grétarssyni þjálfara) komið hversu mikið ég spila. Ég get alltaf spilað eins mikið og mögulegt er, en þetta hefur verið gert skynsamlega varðandi spiltímann hingað til. Það er hægt og rólega verið að bæta við álagið á mér. Ég kom vel út úr leiknum síðast."

Valur og ÍA mættust nýlega í Lengjubikarnum og þar réðust úrslitin í vítakeppni, gefur sá leikur vísbendingu um hvernig leik við fáum á sunnudaginn?

„Ég held að leikurinn á sunnudaginn verði mjög svipaður og leikurinn sem við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum. Þeir sýndu að þeir eru öflugir sem lið og sterkir varnarlega," segir Gylfi sem býst við hörkuleik á sunnudag.

Í spilaranum má sjá viðtal sem Gylfi veitti Fótbolta.net eftir fréttamannafundinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner