Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fös 05. apríl 2024 15:37
Elvar Geir Magnússon
Spenna í Gylfa - „Undir Adda komið hversu mikið ég spila“
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu, loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Núna er alvaran að byrja og undirbúningurinn breytist. Þetta verður hörkudeild, ég held að deildin sé á frábærum stað," sagði Gylfi Þór Sigurðsson á fréttamannafundi Vals í dag.

Valsmenn eiga leik gegn ÍA á sunnudaginn í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Hvernig finnst Gylfa gæðin hafa verið í þeim leikjum sem hann hefur spilað á undirbúningstímabilinu?

„Ég held að gæðin miðað við aðstæður hafi verið mjög góð. Það var náttúrulega skítakuldi og völlurinn hálf frosinn, samt allt í lagi. Ef við horfum á okkar hóp erum við með fullt af góðum leikmönnum og ég er að njóta þess mjög vel að spila með þeim."

Gylfi lék 45 mínútur gegn Víkingi í meistarar meistaranna, hvað er hann tilbúinn að spila mikið á sunnudaginn?

„Það er undir Adda (Arnari Grétarssyni þjálfara) komið hversu mikið ég spila. Ég get alltaf spilað eins mikið og mögulegt er, en þetta hefur verið gert skynsamlega varðandi spiltímann hingað til. Það er hægt og rólega verið að bæta við álagið á mér. Ég kom vel út úr leiknum síðast."

Valur og ÍA mættust nýlega í Lengjubikarnum og þar réðust úrslitin í vítakeppni, gefur sá leikur vísbendingu um hvernig leik við fáum á sunnudaginn?

„Ég held að leikurinn á sunnudaginn verði mjög svipaður og leikurinn sem við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum. Þeir sýndu að þeir eru öflugir sem lið og sterkir varnarlega," segir Gylfi sem býst við hörkuleik á sunnudag.

Í spilaranum má sjá viðtal sem Gylfi veitti Fótbolta.net eftir fréttamannafundinn í dag.
Athugasemdir
banner