Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 03. apríl 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Breyta ekki undirbúningnum til að stöðva Gylfa
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi í leiknum gegn ÍA í Lengjubikarnum.
Gylfi í leiknum gegn ÍA í Lengjubikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi. Við erum auðvitað nýbúnir að spila við þá, Valsliðið er frábært fótboltalið og skipað frábærum fótboltamönnum. Þetta verður einn af mörgum hörkuleikjum í sumar," segir Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA en Skagamenn heimsækja Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn.

ÍA vann Val eftir vítakeppni í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Stærsta nafn Bestu deildarinnar í sumar er auðvitað Gylfi Þór Sigurðsson en Jón Þór segir að ekki verði lögð sérstök áhersla á að stöðva sköpunarmátt hans og allt sem hann hefur upp á að bjóða.

„Nei nei, okkar undirbúningur verður bara hefðbundinn þessa viku fyrir þennan leik. Valsliðið býr yfir miklu meira en bara Gylfa Sigurðssyni. Hann er náttúrulega einn besti leikmaður Íslandssögunnar, og sennilega besti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Hann er risastór leikmaður innan Vals en breytir ekki undirbúningi okkar neitt sérstaklega. Við breytum ekki því sem við höfum verið að gera í vetur, það er engin ástæða til að breyta síðustu vikuna," segir Jón Þór sem býst við stórskemmtilegri deild.

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir sumrinu. Við erum með fullt af góðum liðum, góðum einstaklingum. Við erum með leikmenn að koma heim eftir farsælan feril erlendis og líka unga leikmenn sem eru að koma úr atvinnumennsku. Ég held að gæðin í deildinni og fótboltinn í sumar sé tilhlökkunarefni."

Hvaða lið spáir Jón Þór að standi uppi sem Íslandsmeistari?

„Við höfum spilað við Víking, Val og Breiðablik undanfarnar vikur. Þetta eru þrjú frábær fótboltalið og það kæmi mér ekkert á óvart ef eitt þessara þriggja liða myndi enda uppi sem Íslandsmeistari. Ég get ekki gert upp á milli þessara þriggja liða eins og staðan er núna," segir Jón Þór.

Viðtalið við Jón Þór verður spilað í heild í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 næsta laugardag
Athugasemdir
banner
banner
banner