Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
4
0
Vestri
Viktor Karl Einarsson '51 1-0
Höskuldur Gunnlaugsson '63 , víti 2-0
Elvar Baldvinsson '75
Dagur Örn Fjeldsted '85 3-0
4-0 Fatai Gbadamosi '94 , sjálfsmark
13.04.2024  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól, en kalt úti.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1218
Maður leiksins: Viktor Karl Einarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('82)
11. Aron Bjarnason ('77)
14. Jason Daði Svanþórsson ('82)
20. Benjamin Stokke ('65)
21. Viktor Örn Margeirsson ('65)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær ('65)
9. Patrik Johannesen ('82)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('82)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('77)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('65)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('56)
Kristinn Steindórsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Afskaplega sanngjarn sigur Breiðabliks Mjög rólegt framan af leik en eftir að Breiðablik komst yfir þá var þetta aldrei spurning fyrir utan hversu mörg mörk Breiðablik myndi skora. Vestri ógnaði nánast ekki neitt í leiknum.
94. mín SJÁLFSMARK!
Fatai Gbadamosi (Vestri)
Stoðsending: Kristófer Ingi Kristinsson
Fjögur núll Kristófer Ingi með skalla sem fer af Fatai og í netið. Spurning með sjálfsmark.

Virkilega góð fyrirgjöf frá Viktori Karli. Ég skrái þetta sem sjálfsmark.
93. mín
Kristófer Ingi með skot sem Eskelinen ver, Patrik nær frákastinu, reynir að snúa en á svo skot í varnarmann. Það er svo Kristófer sem á síðustu tilraunina sem fer yfir mark Vestra.
92. mín
Kristján Óli líklega búinn að opna einn Stjúpsonurinn kominn á blað í efstu deild, hlýtur að vera sáttur með kappann.
91. mín
Daniel Obbekjær með skalla framhjá eftir aukaspyrnu Höskulds.
91. mín
Fimm mínútum bætt við
90. mín
Anton Ari handsamar bolta. Ég held þetta sé í annað sinn sem Anton þarf að gera eitthvað í leiknum.
89. mín Gult spjald: Tarik Ibrahimagic (Vestri)
Mjög svekktur með þetta spjald, veit ekki alveg hvað hann gerði. Vestri á aukaspyrnu.
85. mín MARK!
Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik)
Fyrsta mark í efstu deild! Boltinn barst út á Dag við vítateigslínuna og hann hamraði boltann í netið. Virkilega gott skot hjá Degi, nýkominn inn á. Fjórði leikurinn í efstu deild.
84. mín Gult spjald: Toby King (Vestri)
Brot úti á kanti og aukaspyrna dæmd. Balde fékk spjald fyrir atvik sem gerðist á undan.
84. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Vestri)
82. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
82. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Patrik snýr aftur eftir krossbandsslit Meiddist í maí í fyrra.
81. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Braut á Elmari Atla.
78. mín
Hornspyrnan hjá Blikum tekin stutt og Viktor Karl í fínum séns en inn vildi boltinn ekki.
78. mín
Inn:Toby King (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
Kóngurinn mættur inn á.
77. mín
Inn:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Vel fagnað þegar Ísak kemur inn á.
77. mín
Damir lætur vaða Damir tók aukaspyrnuna, boltinn af varnarmanni og rétt framhjá.
75. mín Rautt spjald: Elvar Baldvinsson (Vestri)
Beint rautt Mjög harður dómur finnst mér, klárlega spjald en eftir að hafa gefið sér góðan tíma þá lyftir Sigurður upp rauða spjaldinu.
74. mín
Jason Daði liggur eftir. Hörkutækling og Sigurður Hjörtur leyfir Jasoni að fá aðhlynningu áður en hann tekur ákvörðun. Hann ætlar að ræða við Eðvarð aðstoðardómara.
74. mín
Ísak Snær að koma inn á Fær lofatak frá allri stúkunni
72. mín
Ibrahima Balde með mjög flottan bolta ætlaðan Guðmundi Arnari en Andri Yeoman vel á verði og kemur í veg fyrir að þessi bolti rati á Guðmund.
71. mín
Höskuldur tvöfaldaði forystuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

70. mín
Viktor Karl kom Blikum yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

69. mín
Jason Daði með fyrirgjöf sem er aaaaaðeins of há fyrir Kristófer Inga á fjærstönginni.
68. mín
Arnór Gauti með skot fyrir utan teig sem Eskelinen er ekki í vandræðum með. Fínasta hugmynd samt. Kristófer Ingi átti sendinguna á Gauta.
67. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Sergine Fall (Vestri)
66. mín
Andri Yeoman fær aðhlynningu, hann harkar þetta af sér.
65. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Benjamin Stokke (Breiðablik)
Tvöföld breyting
65. mín
Inn:Daniel Obbekjær (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
65. mín
Það verður erfitt fyrir Vestra að koma til baka úr þessu. Breiðablik í mjög góðri stöðu.
63. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Feykilega örugg spyrna, alveg út við stöng.
63. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Vestri) Út:Nacho Gil (Vestri)
63. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
62. mín
Víti! Fall fer á rassinn og brýtur á Aroni Bjarnasyni. Vítaspyrna dæmd.

Höskuldur tekur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
60. mín
Stokke með skalla sem Eskelinen gerir vel að erja en rangstaða dæmd.

Andri Rúnar og Tarik eru að fara koma inn á hjá Vestra!

Kristófer Ingi er svo að koma inn á hjá Blikum.
58. mín
Aron Bjarnason með skot fyrir utan teig sem fer af varnarmanni og Eskelinen handsamar svo boltann.
57. mín
1218 í stúkunni Fínasta mæting miðað við leiktíma.
57. mín
Anton Ari kýlir í burtu, fínastas spyrna. Svona um það bil það fyrsta sem Anton hefur þurft að gera í þessum leik.

Jeppe Gertsen liggur aðeins eftir en stendur svo upp og heldur áfram.
56. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Brýtur á Benó og uppsker gult spjald. Benedikt býr sig undir að taka aukaspyrnuna, góð fyrigjafarstaða.
56. mín
Aron var ekki búinn að vera frábær í leiknum en átti mjög stóran þátt í þessu marki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

52. mín
Aron Bjarna liggur og þarf á aðhlynningu að halda.
51. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
MAAAARK!! Geggjuð sending frá Aroni á Jason Daða úti hægra megin í teignum, Jason finnur Viktor Karl einan inn á teignum og Viktor setur boltann í stöngina og inn. Virtist ekki hitta boltann almennilega en inn fór hann!

Hlaupið hjá Viktori dregur Elvar úr stöðu og þess vegna myndast hafsjór fyrir Blika að vinna með eftir sendinguna frá Aroni.

Blikar leiða! Þetta mark kom einhvern veginn upp úr voðalega litlu.
50. mín
Nacho í brasi Nacho ætlaði sér aðeins of mikið með boltann inn á eigin vítateig, missti boltann frá sér og Jason Daði reynir skot í fyrsta en boltinn yfir mark Vestra.
49. mín
Kiddi með lúmska fyrirgjöf sem Eskelinen handsamar í annarri tilraun.
47. mín
Arnór Gauti með skot í varnarmann eftir flottan sprett hjá Jasoni Daða, ætlaði að lúðra rétt fyrir utan teig.
47. mín
Nokkrar myndir úr fyrri hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Engar breytingar.
Sólon Breki Leifsson segi ég, eru fleiri?
45. mín
Hálfleikur
Vonandi verður þetta skemmtilegra í seinni Þessi hálfleikur líklega sá versti á Íslandsmótinu til þessa, afskaplega dapurt. Vestramenn líklega nokkuð sáttir með hversu fáa sénsa Breiðablik hefur náð að skapa.
45. mín
Hætta inn á teignum, boltinn laus eftir fyrigjöf Jasons en gestirnir ná að hreinsa.
45. mín
Ein mínúta í uppbót Leikklukan heldur áfram að telja sem er gaman að sjá.
45. mín
Benedikt Waren, fyrrum leikmaður Breiðabliks, gerir ágætlega á vinstri kantinum en fyrirgjöfin inn á teiginn er ekki góð og Blikar í engu veseni með þetta.
44. mín
Damir með einn langan og Blikar vinna svo seinni boltann, sérstök hugmynd hjá Damir gegn þéttum múr en borgaði sig. Jason á svo fyrirgjöf sem Eiður Aron og Gertsen sjá um að koma í burtu.
43. mín
Slök aukaspyrna hjá Höskuldi, boltinn beint í hendur Eskelinen.
42. mín Gult spjald: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Brýtur á Aroni sem komst framhjá honum úti á vinstri væng Breiðabliks.
39. mín
Vel útfært hjá Vestra og fyrsta tilraunin Nacho kemst í sendingu á vallarhelmingi Breiðablisk, finnur Balde sem á fína sendingu inn á Benó sem keyrir inn á teiginn vinstra megin og á skot sem fer yfir mark Breiðabliks. Ekki mikil hætta en gott að fá sókn, og gott að enda sókn á skoti.
36. mín
Aron í álitlegri stöðu en fyrirgjöfin er ekki góð og Eiður Aron skallar þægilega í innkast.
34. mín
Loksins heyrist almennilega í heimamönnum í stúkunni.
33. mín
Blikar fengu aðra hornspyrnu. Þessi fyrirgjöf ratar á Viktor Örn sem á skalla framhjá.
32. mín
Báðir að halda Höskuldur með spyrnu inn á teiginn og einn úr hvoru liði fellur við. Mér sýndist þeir báðir vera að halda og því erfitt að dæma eitthvað.
31. mín
Blikar fá hornspyrnu og Höskuldur á að taka hana.

Arnór Gauti liggur í teignum, sá ekki alveg hvað gerðist. Staðinn upp núna.
29. mín
Virðist vera fín mæting hjá Vestramönnum í stúkunni. Tóku vel við sér núna þegar rangstaða var dæmd á Aron Bjarnason.
25. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Túfa nær einhvern veginn að tuða sig í bókina hjá Sigurði Hirti.
25. mín
Elvar fær tiltal eftir að hafa brotið á Jasoni.
23. mín
Eskelinen ver Jason Daði labbar framhjá Elvari úti hægra megin og á fyrirgjöf sem fer í gegnum pakkann og boltinn endar svo hjá Andra Yeoman sem á skot sem Eskelinen les og markvörðurinn handsamar boltann.
22. mín
Benedikt vinnur hornspyrnu fyrir Vestra. Góð tenging milli Balde og Túfa í aðdragandanum.

Fín spyrna inn á teiginn en Blikar eru fyrstir á boltann og ná að hreinsa.
20. mín
Viktor Karl með laust skot Flott sending frá Damir upp á Jason Daða og hann gerir vel að finna Viktor Karl inn á teignum. Færið var nokkuð gott en skotið var laust og beint á Eskelinen í marki Vestra.
15. mín
Breiðablik á aukaspyrnu úti vinstra megin og það myndast smá hætta út frá henni og úr verður hornspyrna. Sú er tekin stutt en boltinn fer svo í gegnum teiginn án þess að hann sé snertur af Blika.
14. mín
Hætta inn á vítateig Vestra Boltinn laus hægra megin eftir mistök frá Eskelinen eftir fyrirgjöf frá Aroni, Jason í þröngu færi og reynir að setja boltann á markið en hittir ekki og boltinn fer í gegnum teiginn.
13. mín Gult spjald: Nacho Gil (Vestri)
Reif Andra Yeoman niður Nánast fyrsta brot leiksins, kom aðeins á óvart þetta spjald, en alveg réttlætanlegt. Nacho gerði vel með boltann og lét Andra líta illa út en á svo snertingu sem hleypir Andra að boltanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
10. mín
Hornspyrnan tekin meðfram jörðinni, Höskuldur með sendingu á nærsvæðið og Kiddi reynir að flikka boltanum út í teiginn en það er lesið.
9. mín
Fyrsta hornspyrnan Jason nær fínni fyrirgjöf og Eiður Aron skallar boltann aftur fyrir.
8. mín
Vestri í álitlegu upphlaupi en Arnór Gauti leysir úr þessu fyrir Blika með vel tímasettri tæklingu.
8. mín
Aron Bjarna með álitlegan bolta en hann er aðeins of innarlega fyrir liðsfélagana.
7. mín
Byrjar afskaplega rólega Rosalega dautt eitthvað.
4. mín
Jason Daði reynir að prjóna sig í gegnum vörn Vestra en er stoppaður á leið sinni.
2. mín
Vestri:
Eskelinen
Elmar - Eiður - Gertsen - Elvar
Fall - Nacho - Fatai - Benó
Tufa - Balde
1. mín
Blikar:
Anton
Höskuldur - Damir - Viktor - Andri
Viktor - Arnór - Kristinn
Jason - Stokke - Aron
1. mín
Leikur hafinn
Vestri byrjar með boltann
Fyrir leik
Liðin komin inn á, þetta er að fara af stað!
Fyrir leik
Gott að sjá að Sergine Fall er klár í slaginn Lenti í bílveltu á leiðinni heim vestur eftir leikinn gegn Fram og fór suður með sjúkrabíl til að fara í ítarlega skoðun. Hann var í byrjunarliðinu gegn Fram og er aftur klár í slaginn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sól í Kópavogi Það er sól í Kópavogi og því heppilegt að spilað sé snemma, þá nær sólin að skína í aðalstúkuna. Það er hins vegar ekki hlýtt og sennilega ekki verra að klæða sig vel.
Fyrir leik
Breyting frá því skýrslan var birt Fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson er á sínum stað í byrjunarliði Vestra, annað en stóð á fyrstu skýrslu. Tarik Ibrahimagic er hins vegar á bekknum.
Fyrir leik
Stokke innsiglaði sigurinn gegn FH Benjamin Stokke sem er í byrjunarliði Breiðabliks í dag kom inn á gegn FH og skoraði skömmu síðar annað mark Breiðabliks og svo gott sem innsiglaði sigurinn á mánudagskvöldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn - Þrjár breytingar á báðum liðum Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn FH á mánudag. Þeir Andri Rafn, Arnór Gauti og markaskorarinn Benjamin Stokke koma inn í liðið. Kristófer Ingi Kristinsson tekur sér sæti á bekknum en þeir Kristinn Jónsson og Alexander Helgi Sigurðarson eru ekki í hópnum. Ísak Snær Þorvaldsson, Tumi Fannar Gunnarsson og Dagur Örn Fjeldsted koma inn á bekkinn. Eyþór Aron Wöhler, sem orðaður er í burtu frá Blikum, er ekki í hóp.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir sömuleiðis þrjár breytingar frá tapinu gegn Fram á sunnudag. Pétur Bjarnason og fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson taka sér sæti á bekknum. Morten Ohlsen er ekki í hópnum. Inn í liðið koma þeir Elvar, Fatai og Vladimir Tufegdzic. Toby King og Andri Rúnar Bjarnason koma inn á bekkinn.
Fyrir leik
Mættust í Lengjubikarnum Af Blikar.is
Síðasti leikur liðanna var hörku viðureign á Kópavosgvelli í Lengjubikarnum í lok marsmánaðar. Pétur Bjarnason skoraði mark Vestra og Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu.

Samtals 8 spjöld í leiknum: 2 gul á Blikaliðið og 4 gul á Vestramenn og 2 rauð að auki.

Jafntefli var niðurstaðan en Blikliðið endaði samt riðilinn í efsta sæti. Spilaði undanúrslitaleik við Þór á Akureyri og vann leikinn 0:1 sem sæti í úrslitaleik gegn ÍA sem vannst 4:1. Breiðablik því Lengjubikarmeistarar árið 2024.

Fyrir leik
Fyrir leik
Ísak Snær í hópnum í dag? Ísak Snær Þorvaldsson fékk leikheimild í vikunni og gæti verið hluti af leikdagshópnum í dag. Hann er kominn á láni frá Rosenborg en norska félagið getur kallað hann til baka í glugganum.

   08.04.2024 16:12
Aldrei spurning um annað en Breiðablik - „Báðar dollurnar og langt í Evrópu"
Fyrir leik
Sigurður Hjörtur Þrastarson með flautuna Eðvarð Eðvarsson og Patrik Freyr Guðmundsson eru aðstoðardómarar, Frosti Viðar Gunnarsson er eftirlitsmaður KSÍ og Arnar Ingi Ingvarsson er fjórði dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Höfðinginn spáir Kristján Óli Sigurðsson er spámaður umferðarinnar.

Breiðablik 2 - 0 Vestri
Blikar áttu fínar 45 mínútur gegn FH og þurfa að ná í 3 stig í þessum leik því næstu 3 leikir eru gegn Víkingi, KR og Val. Vestri komst ekki á blað í fyrstu umferð og gera það heldur ekki í þessum leik. 2-0 heimasigur og Blikar verða með fullt hús eftir 2 leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fylgja Blikar á eftir sigrinum í fyrstu umferð? Komiði sælir lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Vestra í 2. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og fer fram á Kópavogsvelli. Breiðablik vann FH í fyrstu umferð, 2-0, en degi áður hafði Vestri tapað 2-0 gegn Fram í sínum fyrsta leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic ('63)
10. Nacho Gil ('63)
11. Benedikt V. Warén ('78)
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Sergine Fall ('67)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
9. Andri Rúnar Bjarnason ('63)
10. Tarik Ibrahimagic ('63)
13. Toby King ('78)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('67)
19. Pétur Bjarnason
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Bergþór Snær Jónasson
Þorsteinn Goði Einarsson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Nacho Gil ('13)
Vladimir Tufegdzic ('25)
Elmar Atli Garðarsson ('42)
Toby King ('84)
Ibrahima Balde ('84)
Tarik Ibrahimagic ('89)

Rauð spjöld:
Elvar Baldvinsson ('75)