Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 07. apríl 2024 16:11
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Erum ekki með aðstöðu til að spila í neinni deild á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra stýrði liði sínu í dag í fyrsta leik félagsins í efstu deild. Leikar enduðu 2-0 fyrir Fram, og því ekki óskabyrjun á tímabilinu,


Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

„Við vorum alls ekki nægilega góðir, við vorum slakir í fyrri hálfleik og öllu skárri í seinni hálfleik en heilt yfir bara ekki nægilega góð frammistaða hjá okkur. Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur."

Vestra liðið hefur þurft að glíma við erfiðar æfingar aðstæður þar sem þeir hafa ekki getað æft jafn vel og önnur lið í deildinni.

„Vestri vissi það fyrir löngu síðan, áður en var farið inn í þetta verkefni að reyna að koma liðinu upp í efstu deild, að við værum ekki með aðstöðu til að vera í efstu deild, og jafnvel í raun og veru ekki með aðstöðu til þess að vera í neinni deild á Íslandi. Hún er náttúrulega algjörlega óboðleg, en hefur það áhrif? Nei. Við vissum þetta og erum búnir að vita af þessu lengi, og við æfum við aðeins öðruvísi aðstæður en aðrir en það á ekki að saka það að við erum algjörlega orkulausir hérna í fyrri hálfleik og skilum ekki af okkur því orkustigi sem við óskuðum eftir eða ætluðumst til af okkur sjálfum. Það er eitthvað sem er ekki hægt að kenna neinu um nema sjálfum okkur."

Liðið óx inn í seinni hálfleikinn og var farið að skapa sér hættulegar stöður, þó að liðinu hafi ekki tekist að skora mark.

„Seinni hálfleikurinn er öllu skárri, þá var svona sviðsskrekkurinn farinn úr okkur að vera að spila á þessu stigi. Vonandi náum við bara að tengja seinni hálfleikinn, eða þessa góðu hluta af seinni hálfleik aðeins inn í komandi leiki. Þetta er byrjað, það er gott að menn fái bara aðeins löðrung í andlitið, það er bara jákvætt að það sé þannig, við verðum bara að horfa á það þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner