Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 07. apríl 2024 16:11
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Erum ekki með aðstöðu til að spila í neinni deild á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra stýrði liði sínu í dag í fyrsta leik félagsins í efstu deild. Leikar enduðu 2-0 fyrir Fram, og því ekki óskabyrjun á tímabilinu,


Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

„Við vorum alls ekki nægilega góðir, við vorum slakir í fyrri hálfleik og öllu skárri í seinni hálfleik en heilt yfir bara ekki nægilega góð frammistaða hjá okkur. Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur."

Vestra liðið hefur þurft að glíma við erfiðar æfingar aðstæður þar sem þeir hafa ekki getað æft jafn vel og önnur lið í deildinni.

„Vestri vissi það fyrir löngu síðan, áður en var farið inn í þetta verkefni að reyna að koma liðinu upp í efstu deild, að við værum ekki með aðstöðu til að vera í efstu deild, og jafnvel í raun og veru ekki með aðstöðu til þess að vera í neinni deild á Íslandi. Hún er náttúrulega algjörlega óboðleg, en hefur það áhrif? Nei. Við vissum þetta og erum búnir að vita af þessu lengi, og við æfum við aðeins öðruvísi aðstæður en aðrir en það á ekki að saka það að við erum algjörlega orkulausir hérna í fyrri hálfleik og skilum ekki af okkur því orkustigi sem við óskuðum eftir eða ætluðumst til af okkur sjálfum. Það er eitthvað sem er ekki hægt að kenna neinu um nema sjálfum okkur."

Liðið óx inn í seinni hálfleikinn og var farið að skapa sér hættulegar stöður, þó að liðinu hafi ekki tekist að skora mark.

„Seinni hálfleikurinn er öllu skárri, þá var svona sviðsskrekkurinn farinn úr okkur að vera að spila á þessu stigi. Vonandi náum við bara að tengja seinni hálfleikinn, eða þessa góðu hluta af seinni hálfleik aðeins inn í komandi leiki. Þetta er byrjað, það er gott að menn fái bara aðeins löðrung í andlitið, það er bara jákvætt að það sé þannig, við verðum bara að horfa á það þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner