Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 07. apríl 2024 16:11
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Erum ekki með aðstöðu til að spila í neinni deild á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra stýrði liði sínu í dag í fyrsta leik félagsins í efstu deild. Leikar enduðu 2-0 fyrir Fram, og því ekki óskabyrjun á tímabilinu,


Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

„Við vorum alls ekki nægilega góðir, við vorum slakir í fyrri hálfleik og öllu skárri í seinni hálfleik en heilt yfir bara ekki nægilega góð frammistaða hjá okkur. Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur."

Vestra liðið hefur þurft að glíma við erfiðar æfingar aðstæður þar sem þeir hafa ekki getað æft jafn vel og önnur lið í deildinni.

„Vestri vissi það fyrir löngu síðan, áður en var farið inn í þetta verkefni að reyna að koma liðinu upp í efstu deild, að við værum ekki með aðstöðu til að vera í efstu deild, og jafnvel í raun og veru ekki með aðstöðu til þess að vera í neinni deild á Íslandi. Hún er náttúrulega algjörlega óboðleg, en hefur það áhrif? Nei. Við vissum þetta og erum búnir að vita af þessu lengi, og við æfum við aðeins öðruvísi aðstæður en aðrir en það á ekki að saka það að við erum algjörlega orkulausir hérna í fyrri hálfleik og skilum ekki af okkur því orkustigi sem við óskuðum eftir eða ætluðumst til af okkur sjálfum. Það er eitthvað sem er ekki hægt að kenna neinu um nema sjálfum okkur."

Liðið óx inn í seinni hálfleikinn og var farið að skapa sér hættulegar stöður, þó að liðinu hafi ekki tekist að skora mark.

„Seinni hálfleikurinn er öllu skárri, þá var svona sviðsskrekkurinn farinn úr okkur að vera að spila á þessu stigi. Vonandi náum við bara að tengja seinni hálfleikinn, eða þessa góðu hluta af seinni hálfleik aðeins inn í komandi leiki. Þetta er byrjað, það er gott að menn fái bara aðeins löðrung í andlitið, það er bara jákvætt að það sé þannig, við verðum bara að horfa á það þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner