Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 08. apríl 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Tilfiningin er góð. Það er mjög jákvætt að byrja mótið á þremur stigum í kaflaskiptum leik en við gerðum bæði vel í fyrri hálfleik sóknarlega og svo virkilega vel varnarlega í seinni hálfleik þegar það lá svolítið á okkur svo það er margt í frammistöðunni sem er bara jákvætt." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Ef við bökkum aðeins þá er ég ósáttur með að fara bara 1-0 inn í hálfleikinn. Mér fannst fyrri hálfleikur kannski ekki flugeldasýning en við vorum með mikið control og fengum góðar stöður og góð færi. Ég hefði viljað fara með aðeins stærri forystu inn í hálfleikinn en úr því sem komið var þá kemur FH með mikinn kraft inn í seinni hálfleik og fer að beita þessum löngu boltum sem að þeir gerðu vel í að vinna og koma honum út á vængina og krossa að þá verð ég að hrósa varnarlínunni minni og markmanni fyrir hvernig þeir díluðu við krossana. Anton tók ég veit ekki hvað marga og Damir og Viktor skalla þetta í burtu." 

Breiðablik hefur úr mörgum kostum að velja fram á við á vellinum og er Halldór Árnason því með ágætis hausverk að velja frammlínu.

„Við erum með marga góða menn. Það er einhver hausverkur en það er auðvitað bara jákvætt. Í félagi eins og Breiðablik á að vera samkeppni um allar stöður og það líka gefur okkur svigrúm að aðeins rótera stöðunum, bæði eftir andstæðing og hafa menn ferska. Auðvitað eiga menn sína meiðslasögu. Benjamin er tilturlega nýkominn til okkar og Ísak er að koma sér af stað aftur núna þannig kannski smá hausverkur en það er bara jákvætt og það eru allir klárir í bæði samkeppnina og styðja félagana þannig engar áhyggur af því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner