Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
   mán 08. apríl 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Tilfiningin er góð. Það er mjög jákvætt að byrja mótið á þremur stigum í kaflaskiptum leik en við gerðum bæði vel í fyrri hálfleik sóknarlega og svo virkilega vel varnarlega í seinni hálfleik þegar það lá svolítið á okkur svo það er margt í frammistöðunni sem er bara jákvætt." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Ef við bökkum aðeins þá er ég ósáttur með að fara bara 1-0 inn í hálfleikinn. Mér fannst fyrri hálfleikur kannski ekki flugeldasýning en við vorum með mikið control og fengum góðar stöður og góð færi. Ég hefði viljað fara með aðeins stærri forystu inn í hálfleikinn en úr því sem komið var þá kemur FH með mikinn kraft inn í seinni hálfleik og fer að beita þessum löngu boltum sem að þeir gerðu vel í að vinna og koma honum út á vængina og krossa að þá verð ég að hrósa varnarlínunni minni og markmanni fyrir hvernig þeir díluðu við krossana. Anton tók ég veit ekki hvað marga og Damir og Viktor skalla þetta í burtu." 

Breiðablik hefur úr mörgum kostum að velja fram á við á vellinum og er Halldór Árnason því með ágætis hausverk að velja frammlínu.

„Við erum með marga góða menn. Það er einhver hausverkur en það er auðvitað bara jákvætt. Í félagi eins og Breiðablik á að vera samkeppni um allar stöður og það líka gefur okkur svigrúm að aðeins rótera stöðunum, bæði eftir andstæðing og hafa menn ferska. Auðvitað eiga menn sína meiðslasögu. Benjamin er tilturlega nýkominn til okkar og Ísak er að koma sér af stað aftur núna þannig kannski smá hausverkur en það er bara jákvætt og það eru allir klárir í bæði samkeppnina og styðja félagana þannig engar áhyggur af því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 8 7 0 1 19 - 7 +12 21
2.    Breiðablik 8 6 0 2 21 - 11 +10 18
3.    Valur 8 4 3 1 13 - 8 +5 15
4.    Stjarnan 8 4 1 3 14 - 9 +5 13
5.    FH 8 4 1 3 13 - 13 0 13
6.    Fram 8 3 3 2 9 - 9 0 12
7.    KR 8 3 2 3 15 - 14 +1 11
8.    ÍA 8 3 1 4 15 - 11 +4 10
9.    HK 7 2 1 4 7 - 12 -5 7
10.    Vestri 8 2 1 5 7 - 18 -11 7
11.    KA 8 1 2 5 11 - 20 -9 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner