Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 08. apríl 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Tilfiningin er góð. Það er mjög jákvætt að byrja mótið á þremur stigum í kaflaskiptum leik en við gerðum bæði vel í fyrri hálfleik sóknarlega og svo virkilega vel varnarlega í seinni hálfleik þegar það lá svolítið á okkur svo það er margt í frammistöðunni sem er bara jákvætt." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Ef við bökkum aðeins þá er ég ósáttur með að fara bara 1-0 inn í hálfleikinn. Mér fannst fyrri hálfleikur kannski ekki flugeldasýning en við vorum með mikið control og fengum góðar stöður og góð færi. Ég hefði viljað fara með aðeins stærri forystu inn í hálfleikinn en úr því sem komið var þá kemur FH með mikinn kraft inn í seinni hálfleik og fer að beita þessum löngu boltum sem að þeir gerðu vel í að vinna og koma honum út á vængina og krossa að þá verð ég að hrósa varnarlínunni minni og markmanni fyrir hvernig þeir díluðu við krossana. Anton tók ég veit ekki hvað marga og Damir og Viktor skalla þetta í burtu." 

Breiðablik hefur úr mörgum kostum að velja fram á við á vellinum og er Halldór Árnason því með ágætis hausverk að velja frammlínu.

„Við erum með marga góða menn. Það er einhver hausverkur en það er auðvitað bara jákvætt. Í félagi eins og Breiðablik á að vera samkeppni um allar stöður og það líka gefur okkur svigrúm að aðeins rótera stöðunum, bæði eftir andstæðing og hafa menn ferska. Auðvitað eiga menn sína meiðslasögu. Benjamin er tilturlega nýkominn til okkar og Ísak er að koma sér af stað aftur núna þannig kannski smá hausverkur en það er bara jákvætt og það eru allir klárir í bæði samkeppnina og styðja félagana þannig engar áhyggur af því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner