Toby King, sem lék með Vestra sumarið 2022, er mættur aftur til félagsins. Hann fékk félagaskipti í Vestra í dag.
King kemur til Vestra frá Banik Ostrava B sem spilar í þriðju efstu deild Tékklands. Hann yfirgaf félagið í upphafi árs.
King kemur til Vestra frá Banik Ostrava B sem spilar í þriðju efstu deild Tékklands. Hann yfirgaf félagið í upphafi árs.
Þegar King kom síðast var hann að koma frá WBA á Englandi. Hann er uppalinn hjá WBA og West Ham.
King á einn aðaliðsleik að baki fyrir West Brom en hann lék síðustu 20 mínúturnar í 6-0 tapi gegn Arsenal í deildabikarnum veturinn 2021-22.
King er 22 ára enskur miðjumaður sem gæti spilað með Vestra gegn Breiðabliki á laugardag. Vestri tapaði gegn Fram í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.
Athugasemdir