West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
   þri 09. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Damir ekki hrifinn af nýjum áherslum dómaranna - „Veit ekki hvaða bull þetta er”
Damir og Sigurður Bjartur í baráttunni
Damir og Sigurður Bjartur í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gult spjald
Gult spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómararnir í Bestu deildinni hafa verið ansi spjaldaglaðir í fyrstu umferðinni en það hefur komið mörgum í opna skjöldu.

52 gul spjöld fóru á loft og tvö rauð en níu gul. Ellefu gul spjöld og tvö rauð fóru á loft í leik Fylkis og KR en níu gul spjöld fóru á loft í síðasta leik umferðarinnar í gær þegar Breiðablik fékk FH í heimsókn.

Vísir.is ræddi við Damir Muminovic leikmann Breiðabliks eftir leikinn sem var alls ekki hrifinn af spjaldagleði Ívars Orra Kristjánssonar dómara leiksins.

„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er," sagði Damir.

„Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli."

FH-ingar vildu fá vítaspyrnu þegar Damir og Sigurður Bjartur Hallsson áttust við í vítateig Blika. Finnur Orri Margeirsson leikmaður FH fékk gult spjald fyrir mótmæli.

„Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki," sagði Damir.


Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner
banner