Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 12. apríl 2024 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reynir KR við Eyþór Wöhler eftir tíðindi gærdagsins?
Gekk í raðir Breiðabliks eftir tímabilið 2022 með ÍA.
Gekk í raðir Breiðabliks eftir tímabilið 2022 með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór á að baki fimm leiki með U21 landsliðinu.
Eyþór á að baki fimm leiki með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að fá Eyþór Aron Wöhler í sínar raðir frá Breiðabliki.

Eyþór á rúmlega hálft ár eftir af samningi sínum og mikill möguleiki á því að hann yfirgefi Breiðablik áður en glugginn lokar eftir tæpar tvær vikur, þá annað hvort á láni eða verði hreinlega keyptur af Breiðabliki. Samkeppnin hjá Breiðabliki fremst á vellinum er gríðarlega mikil en Eyþór kom þó við sögu í fyrstu umferðinni og lék síðustu tíu mínútur leiksins.

Gregg Ryder, þjálfari KR, sagði í viðtali við Vísi í dag að KR-ingar væru að skoða í kringum sig á leikmannamarkaðnum. KR fékk þær leiðinlegu fréttir í gær að Aron Sigurðarson yrði frá næsta mánuðinn hið minnsta og að Hrafn Tómasson yrði ekkert meira með á tímabilinu þar sem hann væri með slitið krossband. Báðir meiddust þeir gegn Fylki síðasta sunnudag.

Eyþór er sóknarmaður sem getur bæði spilað sem fremsti maður og á kantinum. Eftir meiðsli þeirra Hrafns og Arons þá hefur möguleikum KR fækkað á kantinum.

Þeir Kristján Flóki Finnbogason og Benoný Breki Andrésson eru framherjar KR, Kristján Flóki er með langa meiðslasögu og Benoný hefur glímt við meiðsli að undanförnu.

Eyþór er árið 2002 og hefur verið viðloðandi U21 landsliðið. Sumarið 2022 skoraði Eyþór fjögur mörk í tveimur leikjum gegn KR með ÍA. KR á leik gegn Stjörnunni í 2. umferð Bestu deildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner