Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 08. apríl 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar væntanlega í hóp gegn Breiðabliki
Andri Rúnar í stúkunni þegar Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni í fyrra.
Andri Rúnar í stúkunni þegar Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar Vestra töpuðu 2-0 fyrir Fram í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í gær. Sóknarmaðurinn reynslumikli Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Vestra.

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra sagði í viðtali eftir leik að hann byggist við því að Andri yrði klár í að vera í hópnum í næstu umferð en Vestri heimsækir Breiðablik á laugardag.

Andri Rúnar er 33 ára gamall framherji sem lék með Val í fyrra. Hann er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík en lék fyrir Helsingborg, Kaiserslautern og Esbjerg í atvinnumennsku áður en hann hélt aftur heim til Íslands.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

Davíð var annars ekki ánægður með frammistöðu Vestra í þeirra fyrsta leik í efstu deild.

„Við vorum alls ekki nægilega góðir, við vorum slakir í fyrri hálfleik og öllu skárri í seinni hálfleik en heilt yfir bara ekki nægilega góð frammistaða hjá okkur. Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur," sagði Davíð í viðtali eftir leik en hægt er að horfa á það í heild sinni í sjónvarpinu hér að neðan.
Davíð Smári: Erum ekki með aðstöðu til að spila í neinni deild á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner