Nýliðar Vestra töpuðu 2-0 fyrir Fram í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í gær. Sóknarmaðurinn reynslumikli Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Vestra.
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra sagði í viðtali eftir leik að hann byggist við því að Andri yrði klár í að vera í hópnum í næstu umferð en Vestri heimsækir Breiðablik á laugardag.
Andri Rúnar er 33 ára gamall framherji sem lék með Val í fyrra. Hann er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík en lék fyrir Helsingborg, Kaiserslautern og Esbjerg í atvinnumennsku áður en hann hélt aftur heim til Íslands.
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra sagði í viðtali eftir leik að hann byggist við því að Andri yrði klár í að vera í hópnum í næstu umferð en Vestri heimsækir Breiðablik á laugardag.
Andri Rúnar er 33 ára gamall framherji sem lék með Val í fyrra. Hann er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík en lék fyrir Helsingborg, Kaiserslautern og Esbjerg í atvinnumennsku áður en hann hélt aftur heim til Íslands.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 0 Vestri
Davíð var annars ekki ánægður með frammistöðu Vestra í þeirra fyrsta leik í efstu deild.
„Við vorum alls ekki nægilega góðir, við vorum slakir í fyrri hálfleik og öllu skárri í seinni hálfleik en heilt yfir bara ekki nægilega góð frammistaða hjá okkur. Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur," sagði Davíð í viðtali eftir leik en hægt er að horfa á það í heild sinni í sjónvarpinu hér að neðan.
Athugasemdir