Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 08. apríl 2024 22:11
Stefán Marteinn Ólafsson
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Mjög góð. Við erum mjög ánægðir með að vinna hérna fyrsta leikinn og sækja fyrstu þrjú stigin." Sagði Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Anton Ari var ángæður með liðið og sáttur með að ná að halda markinu hreinu. 

„Það er bara algjör snilld og ekki bara fyrir mig heldur allt liðið. Þetta er sameiginlegt markmið hjá okkur að verja markið frá fremsta manni og ég er mjög ánægður með að halda hreinu."

Leikurinn í kvöld var fysti deildarleikurinn undir Halldóri Árnasyni þjálfara Breiðabliks en hann hafði bara stýrt liðinu í Evrópukeppni frá þvi hann tók við. 

„Erum þannig séð búnir að vera í lifi undir Dóra síðan seinasta haust, spiluðum nátturlega í Evrópudeildinni og allan vetur með honum. Það er búið að vera mjög gott síðan þá. Erum ekkert að gera þetta mjög ósvipað, kannski áherslur sem að breytast en við viljum bara halda áfram að gera okkar."

Anton Ari fékk á sig mikla gangrýni á síðustu leiktíð og voru einhverjir sem vildu sjá Breiðablik skipta um markmann en Anton Ari hefur fundið traustið frá Halldóri Árnasyni frá degi eitt.

„Já, við hittumst hérna í haust og ræddum málin og ég finn fyrir miklu trausti og er mjög ánægður." 

Nánar er rætt við Anton Ara Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner