Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.
Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 FH
„Mjög góð. Við erum mjög ánægðir með að vinna hérna fyrsta leikinn og sækja fyrstu þrjú stigin." Sagði Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
Anton Ari var ángæður með liðið og sáttur með að ná að halda markinu hreinu.
„Það er bara algjör snilld og ekki bara fyrir mig heldur allt liðið. Þetta er sameiginlegt markmið hjá okkur að verja markið frá fremsta manni og ég er mjög ánægður með að halda hreinu."
Leikurinn í kvöld var fysti deildarleikurinn undir Halldóri Árnasyni þjálfara Breiðabliks en hann hafði bara stýrt liðinu í Evrópukeppni frá þvi hann tók við.
„Erum þannig séð búnir að vera í lifi undir Dóra síðan seinasta haust, spiluðum nátturlega í Evrópudeildinni og allan vetur með honum. Það er búið að vera mjög gott síðan þá. Erum ekkert að gera þetta mjög ósvipað, kannski áherslur sem að breytast en við viljum bara halda áfram að gera okkar."
Anton Ari fékk á sig mikla gangrýni á síðustu leiktíð og voru einhverjir sem vildu sjá Breiðablik skipta um markmann en Anton Ari hefur fundið traustið frá Halldóri Árnasyni frá degi eitt.
„Já, við hittumst hérna í haust og ræddum málin og ég finn fyrir miklu trausti og er mjög ánægður."
Nánar er rætt við Anton Ara Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |