Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 10. apríl 2024 09:50
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Dýrast á leikdegi hjá KR en ódýrast hjá Breiðabliki
Dýrast er að fara á Meistaravelli, nema þú kaupir miða í forsölu.
Dýrast er að fara á Meistaravelli, nema þú kaupir miða í forsölu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á leikdegi er dýrast að fara á völlinn hjá KR en ódýrast hjá Breiðabliki. Þetta kemur fram í samantekt Vísis yfir miðaverð á leiki í Bestu deild karla.

Níu af tólf félögum í deildinni bjóða upp á ódýrara miðaverð ef miði er keyptur í forsölu. Þar á meðal er KR en í forsölu kostar miðinn 2.500 krónur en 3.500 sé keypt á leikdegi.

Breiðablik er með miðaverðið í 2.000 krónum og er ekki með sérstaka forsölu. Valur (3.000 kr.) og KA (2.200 kr.) eru hin félögin sem eru ekki með sérstakt forsöluverð.

Algengasta miðaverðið á leikdegi er 3.000 krónur en sjö af félögunum tólf eru með það verð. Hjá Fylki og ÍA kostar miðinn 2.500 krónur.

Frábær mæting var á fyrstu umferð Bestu deildarinnar og 20% aukning frá síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner