Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. ágúst 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hege Riise tekur við Noregi (Staðfest)
Hege Riise.
Hege Riise.
Mynd: Getty Images
Norska fótboltasambandið hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalandslið sitt.

Hinn sænski Martin Sjögren var rekinn eftir slakan árangur á Evrópumótinu þar sem liðið féll úr í riðlakeppninni. Liðið tapaði þar 8-0 fyrir Englandi og 1-0 fyrir Austurríki.

Hege Riise er nýr þjálfari norska landsliðsins, en hún er sú leikjahæsta í sögu liðsins með 188 leiki.

Hin 53 ára gamla Riise var aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins frá 2009 til 2012 og stýrði svo Lilleström í heimalandinu frá 2016 til 2020. Hún þjálfaði lið Bretlands á Ólympíuleikunum í fyrra og var hún síðast þjálfari U19 landsliðs Noregs.

Hennar fyrsta verkefni verður að tryggja Noreg inn á HM, en liðið er þessa stundina á toppi síns riðils í undankeppninni með þriggja stiga forskot á Belgíu.

Með Noregi leikur María Þórisdóttir sem á íslenskan föður. Það verður áhugavert að sjá hvaða hlutverk hún fær í liðinu hjá Riise.
Athugasemdir
banner
banner
banner