Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fim 17. júlí 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Thiago Almada til Atlético (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænska stórveldið Atlético Madrid heldur áfram að bæta leikmönnum við sig í sumar og er Thiago Almada kominn til Madrídar.

Almada er sjötti leikmaðurinn til að ganga í raðir Atlético í sumar fyrir rúmlega 130 milljónir evra samanlagt. Almada kostar 25 milljónir evra en sú upphæð gæti endað í 40 milljónum með árangurstengdum aukagreiðslum.

   17.07.2025 19:00
Baena, Cardoso og Ruggeri meðal leikmanna sem eru komnir


Hann tekur stöðu Rodrigo Riquelme í leikmannahópinum og mun berjast við Thomas Lemar og Antoine Griezmann um sæti í byrjunarliðinu, þar sem Rodrigo De Paul virðist vera á förum.

Almada er 24 ára gamall og hefur skorað 4 mörk í 10 landsleikjum með Argentínu. Hann kemur til Atlético úr röðum brasilíska stórveldisins Botafogo eftir að hafa áður leikið með Atlanta United, Vélez Sarsfield og á láni hjá Lyon, sem er undir sama eignarhaldi og Botafogo.


Athugasemdir
banner
banner