Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún yfirgefur Rosengård (Staðfest) - Á leið til Portúgals?
Kvenaboltinn
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir hefur ákveðið að yfirgefa sænska félagið Rosengård. Samningur hennar rann út á dögunum en Rosengård staðfestir í dag að hún sé farin frá félaginu.

Guðrún átti frábæran tíma hjá Rosengård en hún lék fyrir félagið í fjögur tímabil og spilaði þar meira en 150 leiki.

Í tilkynningu félagsins segir að hún hafi verið frábær leikmaður innan vallar og sterkur leiðtogi utan hans.

Guðrún, sem var í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins, vann sænsku úrvalsdeildina þrisvar sem leikmaður Rosengård.

Guðrún sagði við Fótbolta.net á dögunum að framtíð hennar myndi skýrast fljótlega en samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum er hún að ganga í raðir Braga.

Ef Guðrún fer þangað, þá verður hún liðsfélagi Ásdísar Karenar Halldórsdóttur sem fór til Braga á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner