Víkingur í Ólafsvík hefur fengið Hektor Bergmann Garðarsson á láni frá ÍA út tímabilið.
Hektor kemur í raun frá Kára, venslaliði ÍA, þar sem hann var á láni fyrri hluta tímabilsins og skoraði átta mörk í átján leikjum í öllum keppnum.
Hektor kemur í raun frá Kára, venslaliði ÍA, þar sem hann var á láni fyrri hluta tímabilsins og skoraði átta mörk í átján leikjum í öllum keppnum.
Hektor er tvítugur framherji sem hefur alls skorað 33 mörk í 60 KSÍ leikjum á sínum ferli. Hann er sonur markamaskínunnar Garðars Gunnlaugssonar sem lék á sínum ferli erlendis í sex ár sem atvinnumað og skoraði 58 mörk í efstu deild hér á Íslandi.
Hektor á ekki langt að sækja markanefið en faðir hans, Garðar Gunnlaugsson, var mikill markaskorari á sínum tíma. Við bjóðum Hektor velkominn til Ólafsvíkur!" segir í færslu Ólafsvíkinga.
Ólsarar eru í 7. sæti 2. deildar þegar 12 umferðir af 22 eru búnar. Sjö stig eru upp í 2. sætið og sjö stig eru niður í Kára sem situr í 11. sæti, fallsæti. Hektor, sem verður samningslaus í lok tímabilsins, er kominn með leikheimild fyrir leik Víkings og Víðis á sunnudag.
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ægir | 12 | 8 | 2 | 2 | 32 - 16 | +16 | 26 |
2. Haukar | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 - 17 | +6 | 23 |
3. Þróttur V. | 12 | 7 | 2 | 3 | 17 - 12 | +5 | 23 |
4. Dalvík/Reynir | 12 | 7 | 1 | 4 | 20 - 11 | +9 | 22 |
5. Grótta | 12 | 5 | 5 | 2 | 20 - 14 | +6 | 20 |
6. Kormákur/Hvöt | 13 | 6 | 0 | 7 | 18 - 23 | -5 | 18 |
7. KFA | 13 | 5 | 2 | 6 | 32 - 30 | +2 | 17 |
8. Víkingur Ó. | 12 | 4 | 4 | 4 | 21 - 17 | +4 | 16 |
9. KFG | 12 | 4 | 1 | 7 | 18 - 25 | -7 | 13 |
10. Höttur/Huginn | 12 | 3 | 3 | 6 | 18 - 27 | -9 | 12 |
11. Kári | 12 | 3 | 0 | 9 | 14 - 32 | -18 | 9 |
12. Víðir | 12 | 2 | 2 | 8 | 12 - 21 | -9 | 8 |
Athugasemdir