Hektor Bergmann er klárlega leikmaður til að fylgjast með í sumar. Þessi efnilegi sóknarmaður hefur farið mikinn á undirbúningstímabilinu þar sem hann hefur gert átta mörk í sjö leikjum. Hann gerði þá níu mörk í 16 leikjum í 3. deildinni í fyrra.
Hektor, sem er fæddur árið 2005, hefur alls gert 29 mörk í 45 KSÍ-leikjum en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Hektor, sem er fæddur árið 2005, hefur alls gert 29 mörk í 45 KSÍ-leikjum en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Hektor Bergmann Garðarsson
Gælunafn: Tori
Aldur: 19 ára
Hjúskaparstaða: lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: minn fyrsti leikur var með kára á móti KFR. Ég spilaði með pabba og auðvitað skoraði ég eitt.
Uppáhalds drykkur: Pepsi max
Uppáhalds matsölustaður: Flamingo (kebab)
Uppáhalds tölvuleikur: Rainbow Six Siege
Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Reacher, mæli með
Uppáhalds tónlistarmaður: classic Drake eða brent faiyaz
Uppáhalds hlaðvarp: Betkastið
Uppáhalds samfélagsmiðill: instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: snapchat
Fyndnasti Íslendingurinn: minn maður oskar wasilewski
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Haukur Andri “ 2 mans í kvöld?”
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: hef ekki hugmynd því miður
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Siggi Jóns
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: markmaðurinn í víðir
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: GG9 og Thierry Henry
Sætasti sigurinn: Kári vs Fylkir, alvöru hiti
Mestu vonbrigðin: þegar ég klúðraði víti á móti Þór í bikarnum
Uppáhalds lið í enska: Arsenal
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: ég myndi velja Viktor Jóns.
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: minn maður Haukur Haraldsson
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Erik Tobias Sandberg
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: no comment
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: það má varla koma við markmenn… alltof soft
Uppáhalds staður á Íslandi: heima hjá ömmu og afa á Skaganum
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: heyrðu þegar ég spilaði með pabba og ég öskraði óvart “pabbi gefðu boltann” og varnarmaðurinn trúði ekki að hann væri pabbi minn.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: ég fylgist stundum með handbolta og er mikill pílu aðdáandi.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike phantom
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: íslensku!
Vandræðalegasta augnablik: það er oft vandræðalegt að klúðra dauðafæri.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Olivier Giroud , David Beckham og Neymar Jr. Ég myndi spyrja þá um beauty tips.
Bestur/best í klefanum og af hverju: ég myndi segja Marinó Hilmar og þór Llorens. Þeir sjá um að DJ fyrir leiki.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi taka Gísla Ottesen með mér á Love island, hann þarf reynslu
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: er með eitt og hálft lunga
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: heyrðu ég hélt að hann þór Llorens væri leiðinleg týpa áður en hann kom til Kára. en hann er það alls ekki, við erum mjög góðir félagar í dag.
Hverju laugstu síðast: kennaranum í skólanum. Ég sagðist vera búinn með verkefnið.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: löng upphitun
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Alexis Sánchez “af hverju fórstu frá okkur, gast þú ekki verið aðeins lengur hjá Arsenal”
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: mæta á völlinn takk!
Athugasemdir