Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 30. maí 2022 17:27
Brynjar Ingi Erluson
Æskudraumur Valgeirs rættist - „Ég var alveg að búast við þessu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson er nýliði í íslenska A-landsliðshópnum en segir æskudraum vera að rætast.

Þessi tvítugi varnarmaður er uppalinn í Fjölni og spilaði með meistaraflokki liðsins eitt tímabil í efstu deild árið 2018 áður en hann skipti yfir í Val.

Hann var keyptur til sænska úrvalsdeildarliðsins Häcken undir lok árs 2020. Valgeir fékk sárafá tækifæri til að sanna sig á síðasta tímabili en hefur nú brotið sér leið inn í byrjunarliðið og staðið sig með sóma.

Valgeir segir kallið ekki hafa komið sér á óvart, svona miðað við meðalaldur hópsins.

„Já, mjög sáttur og þetta er búið að vera markmiðið síðan maður var ungur. Loksins fær maður að spila eins og í Svíþjóð og kominn hingað. Þetta er mjög gaman."

„Já og nei. Ég er búinn að byrja í félagsliði mínu og búinn að vera að spila vel að mínu mati þannig ég var alveg að búast við þessu, sérstaklega þar sem hópurinn er í yngri kantinum þannig séð. Mjög gaman að fá þetta kall,"
sagði Valgeir.

Mikil bjartsýni fyrir leikina

Ísland spilar fjóra leiki í þessum mánuð. Tvo leiki við Ísrael, einn við Albaníu og svo vináttulandsleik við San Marínó en hann segir að leikmenn séu afar bjartsýnir fyrir þessa leiki.

„Líst mjög vel á það. Mjög bjartsýnn og allir í hópnum mjög bjartsýnir á að spila vel og margir í yngri kantinum að fá tækifæri. Við vonumst til að spila hörkuleiki," sagði Valgeir við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner