Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 14. september 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Hólmbert spáir í leiki 19. umferðar
Hólmbert og félagar í U21 fagna marki.
Hólmbert og félagar í U21 fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vinnur Þór samkvæmt spá Hólmberts.
FH vinnur Þór samkvæmt spá Hólmberts.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óli Stefán Flóventsson fékk engan réttan þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar í Pepsi-deildinni.

Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji U21 árs landsliðsins og Bröndby, spáir í leikina í 19. umferðinni sem hefst í dag.


Víkingur 2 - 1 Valur (17:00 í dag)
Verður hörkuleikur. Aron Elís skorar og leggur upp svo. Það er kannski smá ólíklegt því Ingvar Kale hefur verið að spila alla leikina en ef hann Diddi byrjar í markinu þá verður þetta 2-0 leikur fyrir Víkingana.

Þór 0 - 4 FH (17:00 í dag)
Þór hefur átt afleitt tímabil og eru fallnir á meðan FH er að berjast um titilinn svo þetta verður auðvelt fyrir FH-inga.

Fylkir 0- 1 KR (17:00 í dag)
KR-ingar taka þetta. Þeir vilja ná Evrópusæti og eru ekki alveg tilbúnir að gefa það frá sé. Þeir fara erfiðlega í gegnum þennan leik og rétt vinna.

ÍBV 0 - 1 Breiðablik (17:00 í dag)
Þessi tvö lið eru nálægt fallbaráttunni og vilja koma sér þaðan. Árni Vill er alltaf að fara að skora eitt mark.

Stjarnan 2 - 1 Keflavík (20:00 í kvöld)
Stjarnan er að fara taka þennan leik. Ekki auðveldlega, en þeir rúlla þessu heim. Þeir vilja Íslandsmeistaratitil en Keflavík vill alls ekki falla svo þetta verður fjörugur leikur.

Fram 2 - 0 Fjölnir (19:15 á morgun)
Aldrei spurning. Haust Fram vinnur þennan leik og kemur sér lengra frá botninum. Það er ekki séns að þeir séu að fara að falla. Með fallega Bosníu manninn í markinu þá verður varnarleikur og markvarsla til fyrirmyndar.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Sævar Þór Gíslason - 4 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Hjörvar Hafliðason - 3 réttir
Guðmundur Þórarinsson - 3 réttir
Sólmundur Hólm - 3 réttir
Edda Sif Pálsdóttir - 3 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Rúnar Már Sigurjónsson - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hjörtur Hjartarson - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Óli Stefán Flóventsson - 0 réttir
Athugasemdir
banner
banner