Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 27. apríl 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH sendi Val fyrirspurn og úr varð skiptidíll - „Kærkomið fyrir bæði lið"
Hörður Ingi í Valstreyjunni.
Hörður Ingi í Valstreyjunni.
Mynd: Valur
Bjarni Guðjón.
Bjarni Guðjón.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á lokadegi félagaskiptagluggans höfðu Valur og FH leikmannaskipti þegar Hörður Ingi Gunnarsson fór frá FH til Vals á láni út tímabilið og Bjarni Guðjón Brynjólfsson fór í hina áttina.

Fótbolti.net ræddi við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, í gær og var hann spurður út í skiptidílinn.

„Við fáum fyrirspurn frá FH að fá Bjarna á lán og þá að við myndum fá Hörð á móti. Þegar það kemur inn á okkar borð þá skoðum við það. Það hentaði vel fyrir okkur, vantar kannski frekar í þessa stöðu sem Hörður getur leyst."

„Við vitum að Bjarni er gríðarlega efnilegur og flottur drengur en það er gríðarleg samkeppni á miðjunni - eflaust meiri möguleiki að fá að spilmínútur hjá FH heldur en hjá okkur. Þetta var held ég bara kærkomið fyrir bæði lið,"
sagði Arnar.

Hörður getur spilað báðar bakvarðastöðurnar. Sem stendur er Valur án vinstri bakvarðarins Sigurðs Egils Lárussonar sem glímir við meiðsli.

„Hann veit að hann er að koma inn í hörkusamkeppni."
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Athugasemdir
banner
banner
banner