Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 09. júní 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Kemur fát á lið þegar appelsínugulur kubbur gargar
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Trausti Sigurbjörnsson.
Trausti Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trausti og Konni, stuðingsmaður Þróttar númer eitt.
Trausti og Konni, stuðingsmaður Þróttar númer eitt.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttar, er leikmaður 5. umferðar í 1. deild karla hjá Fótbolta.net. Trausti varði nokkrum sinnum frábærlega í 1-0 sigri á Grindavík í gær og þá sérstaklega í síðari hálfleik þegar heimamenn pressuðu með vindinn í bakið.

„Ég vissi það áður en við fórum út í seinni að vindurinn stæði beint í grímuna á manni, þó svo að það hafi aðeins dottið niður í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var alltaf að fara að verða erfiður og ég var alveg búinn að gíra mig upp í það," sagði Trausti.

„Þetta voru nokkrar svona „3 stiga vörslur“ sem er eitthvað sem maður verður að taka ætli lið sér upp. Við markmenn verðum að „vinna“ 10-12 stig a.m.k. til að liðin okkar endi á toppnum."

Eigum að vinna öll liðin í deildinni séum við í standi
Þróttarar hafa farið gífurlega vel af stað í sumar en þeir eru með fullt hús stiga þegar fimm umferðir eru búnar.

„Auðvitað er það að vera á toppnum með fullt hús stiga, 14 mörk í plús, 1 mark á okkur og 440 mínútur með hreint mark framar okkar björtustu vonum. Við vitum hins vegar að við erum með það gott lið að við eigum að vinna öll liðin í deildinni séum við í standi."

„Ef við gefum andstæðingnum hins vegar rými til þess að spila sinn leik þá bjóðum við upp á leiki eins og á móti Grindavík í gær og fyrri hálfleik móti Bí/Bolungarvík í bikarnum um daginn. Þetta snýst fyrst og fremst um okkur og okkar hugarfar."


Aldrei verið í eins góðu formi andlega
Trausti hefur sjálfur haldið hreinu síðan hann fékk mark á sig snemma leiks gegn Þór í 1. umferðinni.

„Ég held að ég hafi aldrei verið í eins góðu formi andlega og núna, líður vel á vellinum og er kominn með ákveðna hluti inn í minn leik sem halda mér betur á tánum og gera það að verkum að ég er klár í allar þær aðstæður sem koma upp. Ég vinn í frábærum hóp af markmönnum, Fannari og Sindra, og með Steina markmannsþjálfara."

„Við erum búnir að vinna í rosalega mörkum litlum göllum á mínum leik síðasta sumar, vetur og núna í vor og erum komnir á mjög góðan stað með þá vinnu. Held að maður geti alltaf verið í betra líkamlegra formi, en ég reyni að hugsa eins vel um mig utanvallar og mögulegt er."


Trausti er duglegur að láta heyra í sér í markinu og Magnús Bjarni Pétursson stuðningsmaður Grindavíkur sagði á Twitter í gær: „Er engin mute takki á markmanni Þróttar R #fotboltinet."

„Það er auðséð að þessi maður hefur aldrei heyrt í Sigrúnu Ríkharðs upp á skaga. Það er sko alvöru öskur," sagði Trausti léttur í bragði.

„En þetta er það sem vel virkar fyrir mig. Heldur manni sjálfum og liðinu á tánum og oft á tíðum kemur smá fát á lið sem við pressum þegar að það byrjar allt í einu einhver appelsínugulur kubbur að garga 70 metra í burtu. Held að liðið, þjálfarinn og stuðningsmennirnir fýli þetta betur heldur en að ég myndi steinþegja."

#throtturpepsi2016
Þróttarar enduðu í 3. sæti í 1. deildinni en markmiðið er sett á að fara upp í Pepsi-deildina í ár.

„Þú vilt alltaf gera betur en í árið áður og þróa þinn leik áfram. Í fyrra höfðum við gæði og gott leikkerfi en vantaði sigurhefðina og breiddina í ákveðnum leikjum. Þeir menn sem við bættum við okkur í vetur og vor ásamt frekari þróun á okkar leik og mismunandi leikstílum sem við getum boðið upp á gerir það að verkum að krafan á að vera að fara upp. Dollan er svo alltaf eitthvað sem maður stefnir á. #throtturpepsi2016"

„Núna vil ég bara fá Köttvélina í 5 gír á sunnudag til að rífa upp stemminguna, ætla að gerast djarfur og spá metsölu í Konnaborgurum á sunnudag,"
sagði Trausti að lokum en Þróttarar fá KA í heimsókn á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner