Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 24. júní 2015 17:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Tók afturábak kollhnís
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Hafþór Þrastarson.
Hafþór Þrastarson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta var mögulega besti leikur sem við höfum spilað í sumar, allavega fyrri hálfleikurinn," sagði Hafþór Þrastarson við Fótbolta.net í dag.

Hafþór er leikmaður 7. umferðar í 1. deildinni en hann var frábær í vörn Fjarðabyggðar í 2-0 sigri á Selfossi um helgina. Hafþór skoraði einnig sitt fyrsta mark á meistaraflokksferlinum.

„Loksins náði ég að skora. Í ár er fyrsta skipti sem ég fæ að fara inn í föstum leikatriðum og það er kærkomið," sagði Hafþór sem fagnaði markinu vel og innilega.

„Ég tók afturábak kollhnís og fagnaði með liðsfélögunum. Þeir voru mjög ánægðir með þetta. Það var gaman að skora og vonandi verða mörkin fleiri."

Milos Ivankovic, varnarmaður Fjarðabyggðar, verður frá keppni næstu mánuðina en í fjarveru hans var Andri Þór Magnússon við hlið Hafþórs í hjarta varnarinnar í síðasta leik.

„Við Andri náum mjög vel saman. Þó að við séum ekki háir í loftinu þá hefur það ekki verið vandamál þegar við höfum spilað saman," sagði Hafþór.

Nýliðar Fjarðabyggðar hafa komið skemmtilega á óvart í 1. deildinni í sumar en liðið er í 3. sæti í 1. deildinni með 15 stig.

„Það hefur gengið mjög vel og við erum sáttir við megnið af leikjunum. Við erum helst ósáttir við að hafa ekki náð í að minnasta kosti stig á heimavelli gegn KA."

Sjö umferðir eru búnar í deildinni en er möguleiki á að Fjaraðbyggð geti barist um sæti í Pepsi-deildinni að ári? „Það er erfitt að segja. Við ætlum að reyna að gera okkar besta. Það hefur gengið vel fram að þessu og sé ekki af hverju það ætti ekki að geta haldið áfram."

Hafþór hefur leikið með Haukum undanfarin ár en hann ákvað í vetur að söðla um og fara í Fjarðabyggð. Hafþór býr á Eskifirði og kann vel við lífið á Austurlandi.

„Ég er mjög sáttur með að hafa farið austur. Það er frábært að vera hérna. Það er tekið mjög vel á móti manni og það er gott að búa hérna. Ég er mjög ánægður hérna," sagði Hafþór að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner