Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 22. júlí 2015 09:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Kannski pínu léttir
Leikmaður 12. umferðar - Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Alex Freyr í leiknum á sunnudag.
Alex Freyr í leiknum á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gífurlega sterkt að fara austur og taka þrjú stig. Ég held að þeir hafi ekki tapað þarna á þessum velli í einhver þrjú ár þannig sigurinn var gífurlega sterkur. Hinsvegar var leikurinn sjálfur ekkert sérstakur, það var erfitt að spila boltanum því völlurinn var frekar erfiður og það var einfaldlega bara ekki mikið um fína drætti í þessum leik," segir Alex Freyr Hilmarsson leikmaður Grindavíkur um 3-0 sigur á Fjarðabyggð um helgina en hann er leikmaður umferðarinnar í 1. deildinni.

Alex Freyr spilar ýmist framarlega á miðjunni eða á kantinum hjá Grindavík og hann opnaði markareikning sinn í sumar með glæsilegu marki undir lokin gegn Fjarðabyggð. Alex segist hafa verið orðinn smá þreyttur á markaleysinu.

,Að vissu leyti var ég orðinn það, og frábært að fá þetta mark loksins og kannski pínu léttir. Hinsvegar pirraði þetta mig voða lítið þar sem ég er meira í því að leggja upp á samherja mína og búa til færi."

Grindvíkingar hafa verið á miklu flugi í 1. deildinni að undanförnu eftir brösótta byrjun. „Það hefur nú svo sem ekki mikið breyst, nema það að við höfum verið að taka þau færi sem að við fáum, þar af leiðandi verður gengi liðsins mun betra," sagði Alex en Grindvíkingar eru nú sex stigum frá öðru sætinu.

„Ég held að það séu einhver 30 stig eftir í pottinum, við sjáum til hversu langt það tekur okkur. Ég held að það sé svipað langt í toppinn og botninn þannig að við þurfum að vera á tánum og klárir í alla leiki hér eftir."

Alex Freyr lék með yngri flokkum Sindra á Höfn í Hornafirði en þessi 21 árs gamli leikmaður fór í Grindavík árið 2012.

„Tími minn í Grindavík hefur einkennst svolítið af meiðslum og þar af leiðandi verið nokkuð sveiflukenndur. Mín fyrstu tvö tímabil, þegar við föllum úr Pepsi-deildinni og svo árið eftir það ristarbrotnaði ég og kviðslitnaði. Það er frekar erfitt þegar mikill tími fer í meiðsli og þá verður maður vissulega pirraður. Annars er aðstaðan í Grindavík náttúrulega til fyrirmyndar og margir þarna vilja allt fyrir mann gera," sagði Alex.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 10. umferðar - Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Athugasemdir
banner
banner