Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 12. ágúst 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Höfum allt sem þarf til að fara upp
Leikmaður 15. umferðar - William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
William fagnar sigurmarki sínu.
William fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
William skorar sigurmarkið.
William skorar sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég er mjög ánægður með leikinn á laugardaginn. Þetta var erfiður leikur en líka ákaflega mikilvægur sigur fyrir liðið," segir William Dominguez da Silva, framherji Víkings Ólavíkur en hann er leikmaður 15. umferðar í 1. deild karla.

William skoraði tvívegis í 3-2 sigri Víkings á Þrótti í toppbaráttuslag í 1. deildinni.

William skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og hjálpaði Ólafsvíkingum að hirða toppsætið af Þrótturum.

„Ég var ekki sáttur við jafntefli í stöðunni 2-2 því ég vissi að ef við sigruðuðm ekki þá myndum við ekki komast á toppinn. Þetta var mjög mikilvægt til að eiga möguleika á á að komast upp í Pepsi-deildina."

Víkingar eru með 35 stig eftir 15 umferðir en þeir hafa sjö stiga forskot á Þór sem er í þriðja sætinu. Staðan er því vænleg hjá Ólafsvíkingum í augnablikinu.

„Við höfum allt sem þarf til að fara upp í Pepsi-deildina. Við þurfum að halda áfram þeim stöðugleika sem við höfum sýnt í deildinni. Nú þurfum við bara að treysta á okkur sjálfa í framhaldinu. Við þurfum ekki að treysta á aðra né önnur úrslit."

William kom sjálfur til Ólafsvíkur frá Spáni í vor. Eftir að hafa spilað lengst af í spænsku neðri deildunum þá ákvað William að reyna fyrir sér á Íslandi.

„Ég ákvað að koma til Íslands vegna þess að þetta er ný áskorun fyrir mig í lífinu og ég ákvað að taka tilboði frá þjálfara Ólafsvíkur sem mér finnst hafa hugarfar sigurvegarans."

Ef Víkingur Ólafsvík fer upp í Pepsi-deildina, verður William þá með liðinu þar næsta sumar?

„Fyrst og fremst er ég að hugsa um þetta tímabil, að klára það á sem bestan hátt og tryggja liðinu sæti í Pepsi-deild. Þar á eftir förum við að hugsa um næsta tímabil," sagði William.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 10. umferðar - Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Leikmaður 12. umferðar - Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Leikmaður 13. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Jóhann Helgi Hannesson (Þór)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner