Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 20. ágúst 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Klárlega ennþá séns
Leikmaður 17. umferðar - Jóhann Helgason (KA)
Jóhann fagnar marki sínu gegn Þrótti.
Jóhann fagnar marki sínu gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var klárlega besti leikurinn okkar í sumar. Við vorum helvíti öflugir," sagði Jóhann Helgason miðjumaður KA við Fótbolta.net í dag um 4-1 sigurinn á Þrótti í fyrradag. Jóhann var frábær á miðjunni í leiknum en hann er leikmaður 17. umferðar í 1. deildinni.

Srdjan Tufegdzic var að stýra KA í annað skipti síðan hann tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni á dögunum. Hefur Túfa breytt miklu? „Það hafa ekki verið drastískar breytingar á þessum stutta tíma. Hann hefur komið með áherslu breytingar sem hafa gengið hingað til," sagði Jóhann en KA sigraði Selfoss einnig 4-0 undir stjórn Túfa.

„Það gaf okkur mikið að vinna fyrsta þægilega og örugga sigurinn okkar á móti Selfossi. Ég held að það hafi létt á okkur. Þó að við höfum spilað vel í flestum leikjum í sumar þá höfum við ekki náð að klára þetta og það hefur nánast alltaf verið eitt mark sem skilur liðin að. Við erum með meira sjálfstraust í að klára færin og hlutirnir eru að detta fyrir okkur."

Pressan ekki of mikil
KA er núna í 3. sæti í 1. deildinni, fimm stigum á eftir Þrótti. Er ennþá möguleiki að komast upp í Pepsi-deildina? „Það er klárlega ennþá séns, taflan segir það. Það eru 5 stig á milli og 15 stig í pottinum. Við þurfum að klára okkar leiki. Tímabilið hefur verið hálfgerð vonbrigði í deildinni og við viljum klára það með stæl."

KA var spáð efsta sætinu af nánast öllum fyrir tímabilið eftir að hafa fengið sterka leikmenn í sínar raðir. Var pressan of mikil á liðinu fyrir tímabilið?

„Nei, ekki að mínu mati. Síðustu ár hefur alltaf verið markmiðið að fara upp um deild. Að mínu mati var ekki verið að setja meiri pressu á okkur heldur var markmiðið raunverulegra," segir Jóhann og bætir við að #Pepsi16 á Twitter hafi ekki truflað liðið. „Nei, það var ekki að trufla okkur."

Aldrei verð jafngóð stemning á vellinum
Stuðningsmannasveit KA, Schiöthararnir, hefur verið gífurlega öflug í sumar, bæði á heima og útivelli.

„Þeir eru búnir að vera algjörlega frábærir og eiga hrós skilið. Ég man ekki eftir svona mikilli stemningu á vellinum fyrir norðan síðan maður byrjaði í þessu. Það er búin að vera mjög skemmtileg og jákvæð stemning í kringum liðið. Það eru bara bjartir tímar framundan."

Næsti leikur KA er gegn botnliði BÍ/Bolungarvíkur á útivelli á laugardaginn. BÍ/Bolungarvík hefur einungis unnið einn leik í sumar en Jóhann reiknar með hörkuleik.

„Við höfum kynnst því að það eru allir leikir erfiðir. Það er sama við hverja við erum að spila og hvernig staðan er í deildinni. Við þurfum að mæta 100% í þetta og þá eigum við að fara langt," sagði Jóhann.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 10. umferðar - Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Leikmaður 12. umferðar - Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Leikmaður 13. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Jóhann Helgi Hannesson (Þór)
Leikmaður 15. umferðar - William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Leikmaður 16. umferðar - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Athugasemdir
banner