Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   sun 02. október 2016 20:00
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #1
Ólafur Ingi er orðaður við FH og Stjörnuna.
Ólafur Ingi er orðaður við FH og Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson er sagður á óskalista Stjörnunnar.
Haraldur Björnsson er sagður á óskalista Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Bjarni er orðaður við nokkur félög.
Óttar Bjarni er orðaður við nokkur félög.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA vill fá Steven Lennon en samningur hans hjá FH er að renna út.
KA vill fá Steven Lennon en samningur hans hjá FH er að renna út.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Veigar Páll gæti orðið spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum.
Veigar Páll gæti orðið spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sögusagnir eru um að Þorvaldur Örlygsson taki aftur við Fram.
Sögusagnir eru um að Þorvaldur Örlygsson taki aftur við Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að fyrsta slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið. Pepsi-deildinni lauk í gær og alls konar kjaftasögur eru farnar af stað.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]


FH: Steven Lennon er mögulega á förum frá Íslandsmeisturunum en hann er að verða samningslaus. Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður Karabukspor í Tyrklandi, er á óskalista FH en hann gæti verið á heimleið í vor.

Stjarnan: Stjarnan er líka í baráttunni um Ólaf Inga Skúlason. Garðbæingar vilja fá Harald Björnsson í markið frá Lilleström og þá er nýr vinstri bakvörður sagður vera á óskalistanum. Veigar Páll Gunnarsson er líklega á förum.

KR: Óvissa er í kringum þjálfaramálin. Rúnar Kristinsson hefur verið orðaður við endurkomu en ólíklegt er talið að hann komi heim. Willum Þór Þórsson fær boð um að taka við KR en það ræðst á þingstörfum hans hvort hann geti tekið við starfinu. Óljóst er hvort aðstoðarþjálfarinn Henrik Bödker haldi áfram í Vesturbæ. Denis Fazlagic er líklega á förum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson, bakvörður Blika, er sagður á óskalistanum í Vesturbæ.

Fjölnir: Atli Arnarson og Óttar Bjarni Guðmundsson, úr Leikni, eru orðaðir við Fjölni. Danski varnarmaðurinn Tobias Salquist var í láni hjá Fjölni og óvíst er hvort hann verði áfram. Landar hans, Martin Lund Pedersen og Marcus Solberg, verða einnig samningslausir eftir tímabilið.

Valur: Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson eru samningslausir og óvíst er með framhaldið hjá þeim. Danski framherjinn Rolf Toft er á förum og Guðjón Pétur Lýðsson gæti einnig farið. Sindri Björnsson kemur líklega aftur til Vals frá Leikni og liðsfélagi hans Óttar Bjarni Guðmundsson er líka á óskalista Hlíðarendaliðsins.

Breiðablik: Jonathan Glenn og Ellert Hreinsson eru líklega á förum frá Blikum. Damir Muminovic hefur hug á að reyna fyrir sér erlendis. Arnór Sveinn Aðalsteinsson er að verða samningslaus og hann gæti farið annað.

Víkingur R.: Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður Leiknis, er orðaður við Víking. Kristófer Páll Viðarsson kemur aftur til Víkings eftir að hafa verið í láni hjá Leikni Fáskrúðsfirði.

ÍA: Skagamenn eru í leit að varnarmanni en óvíst er með framhaldið hjá Ármanni Smára Björnssyni eftir að hafa slitið hásin á dögunum. Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður Leiknis, er á óskalista ÍA.

ÍBV: Þjálfaramálin í Eyjum eru enn á ný í óvissu. Óljóst er hvort Ian Jeffs hafi áhuga á að taka við en Jesper Tollefsen, fyrrum þjálfari Leiknis og Víkings, er einnig orðaður við félagið. Davíð Snorri Jónasson hefur líka verið orðaður við þjálfarstöðuna hjá ÍBV. Hafsteinn Briem vill fara frá ÍBV en hann var í lykilhlutverki hjá liðinu í sumar. Ingvar Þór Kale er orðaður við Eyjamenn.

Víkingur Ólafsvík: Ejub Purisevic hefur ekki staðfest að hann ætli að halda áfram sem þjálfari. Talsverðar breytingar verða á hópnum en Björn Pálsson, Egill Pálsson og Pape Mamadou Faye eru líklega á förum. Þá er talið að Hrvoje Tokic og Denis Kramar verði ekki áfram. Ólsarar vilja aftur á móti semja áfram við spænsku leikmennina Aleix Egea og Cristian Martinez.

KA: Metnaðurinn er mikill á Akureyri og KA menn ætla að styrkja sig vel fyrir Pepsi-deildina. Sigurður Egill Lárusson, kantmaður Vals, er ofarlega á óskalistanum sem og Steven Lennon framherji FH og Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaður Fylkis. Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, er líka orðaður við sína gömlu félaga sem og markvörðurinn Ingvar Þór Kale og Atli Arnarson miðjumaður Leiknis.

Grindavík: Nýliðarnir ætla að reyna að fá Óskar Örn Hauksson frá KR og Dion Acoff frá Þrótti. Frans Elvarsson, leikmaður Keflvíkinga, er orðaður við Grindavík. Vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson gæti hins vegar verið á förum frá uppeldisfélaginu en hann verður samningslaus um áramótin.

Fylkir: Heyrst hefur að ný stjórn sé að taka við í Árbænum. Framhald Hermanns Hreiðarssonar sem þjálfara ræðst þegar hún tekur við. Ef hann missir starfið þá gæti Páll Einarsson tekið við.

Þróttur R.: Baldvin Sturluson er á förum frá Þrótti og óvissa er með fleiri leikmenn.

Keflavík: Óvíst er hvort Þorvaldur Örlygsson haldi áfram. Hann gæti farið í 100% starf hjá KSÍ eða tekið við Fram. Bjarni Jóhannsson hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna með Jónas Guðna Sævarsson sem aðstoðarþjálfara. Margir eldri leikmenn Keflavíkur eru samningslausir og félagið stefnir á að hreinsa til og byrja upp á nýtt. Sigurbergur Elísson, besti leikmaður Keflavíkur í sumar, á ár eftir af samningi sínum en hann vill skoða möguleika sína á að spila í Pepsi-deildinni.

Þór: Í þorpinu vilja menn fá Atla Sigurjónsson heim frá Breiðabliki. Nokkrir samningslausir leikmenn gætu verið á forum.

Haukar: Veigar Páll Gunnarsson er sterklega orðaður við Hauka sem spilandi aðstoðarþjálfari. Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, hefur einnig verið orðaður við sömu stöðu. Björgvin Stefánsson snýr aftur til Hauka eftir lánsdvöl hjá Val og Þrótti og þá gæti Hilmar Trausti Arnarsson komið aftur til félagsins. Baldvin Sturluson er líka orðaður við Hauka. Óvíst er hins vegar hvort lykilmennirnir Aron Jóhannsson og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson verði áfram hjá Haukum.

Fram: Þorvaldur Örlygsson hefur verið orðaður við endurkomu í Fram. Framarar hafa áhuga á að fá Ingvar Þór Kale í markið.

Leiknir R.: Óvíst er hver þjálfar Leikni en Davíð Snorri Jónasson, Jón Þór Hauksson, Páll Einarsson og Þorsteinn Halldórsson eru á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stöðuna. Óttar Bjarni Guðmundsson er á förum og líklega Sindri Björnsson einnig. Óvíst er með Atla Arnarson, Elvar Pál Sigurðsson og Kolbein Kárason.

Selfoss: Reiknað er með litlum breytingum á Selfossi. Óvíst er hvort markvörðurinn Vignir Jóhannesson verði áfram.

ÍR: Nýliðarnir ætla að fá þrjá nýja öfluga leikmenn fyrir átökin í Inkasso-deildinni. Kantmaðurinn Sergine Modou Fall gæti verið á leið til félags á Ítalíu.

Afturelding: Birgir Freyr Ragnarsson ætlar að leggja skóna á hilluna. Alexander Aron Davorsson er líklega á förum.

Magni: Atli Már Rúnarsson verður líklega áfram þjálfari Magna. Orri Freyr Hjaltalín liggur undir feld og íhugar hvort hann eigi að halda áfram að spila. Franski kantmaðurinn Victor Da Costa er á förum.

Vestri: Ekki er ljóst hvort Giuseppe Funicello verði áfram þjálfari Vestra. Óvissa er líka í kringum erlendu leikmennina hjá liðinu. Heimamennirnir verða áfram og þá vill Vestri aftur fá strákana sem voru á láni frá Breiðabliki.

Höttur: Gunnlaugur Guðjónsson, þjálfari Hattar, er mögulega að hætta.

Völsungur: Páll Viðar Gíslason er að hætta sem þjálfari Völsungs. Jóhann Kristinn Gunnarsson tekur líklega við liðinu á nýjan leik eftir að hafa stýrt Þór/KA undanfarin fimm ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner