Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 19. október 2016 09:17
Magnús Már Einarsson
Haukur Heiðar á leið í aðgerð
Haukur Heiðar á landsliðsæfingu á dögunum.
Haukur Heiðar á landsliðsæfingu á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Heiðar Hauksson, bakvörður AIK, er á leið í aðgerð á hné um leið og tímabilinu í Svíþjóð lýkur þann 6. nóvember. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Haukur verður því líklega ekki með íslenska landsliðinu gegn Króötum í undankeppni HM þann 12. nóvember sem og í vináttuleiknum gegn Möltu þremur dögum síðar. Haukur hefur verið fastamaður í landsliðshópnum en hann fór með liðinu á EM í Frakklandi í sumar.

„Ég er bú­inn að vera í vand­ræðum með hnéð á mér í eitt og hálft ár og þetta hef­ur farið versn­andi. Það þarf því eitt­hvað að laga í hnénu og stefn­an er að gera það eft­ir tíma­bilið. Ég hefði viljað fara strax en fékk ekki leyfi frá fé­lag­inu til að láta laga þetta fyrr en eft­ir tíma­bilið og eins og staðan er reikna ég ekki með að vera með landsliðinu í Króa­tíu,“ sagði Hauk­ur Heiðar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hinn 25 ára gamli Haukur missti sæti sitt í byrjunarliðinu hjá AIK í sumar eftir þjálfaraskipti hjá liðinu. Haukur segir við Morgunblaðið að meiðslin hafi haft þau áhrif að hann hafi ekki spilað eins vel og hann hafi viljað.

Haukur er á sínu öðru tímabili með AIK en hann lék áður með KR og KA á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner