Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 22. nóvember 2016 17:14
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari hjá Crewe framdi kynferðisbrot gegn ungum leikmönnum
Heimavöllur Crewe.
Heimavöllur Crewe.
Mynd: Getty Images
Enska blaðið Guardian hefur fjallað um kynferðisbrot sem Barry Bennell, fyrrum barna- og unglingaþjálfari Crewe, framdi gegn ungum leikmönnum félagsins.

Andy Woodward, fyrrum leikmaður Sheffield United, steig fram í ítarlegu viðtali við blaðið og lýsti þeim kynferðisbrotum sem hann varð fyrir frá Bennell á aldrinum 11-15 ára.

Bennell var dæmdur í níu ára fangelsi 1998 eftir að hafa viðurkennt kynferðisbrot gegn sex strákum.

Lögreglan segir að sex til viðbótar hafi stigið fram eftir viðtalið við Woodward. Þar á meðal er Steve Walters sem var mjög efnilegur leikmaður og varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir aðallið Crewe 1998.

Walters segir að erfitt hafi verið að geyma þetta leyndarmál öll þessi ár en vonast til að enn fleiri muni stíga fram á eftir honum.

Crewe segir að félagið sé að skoða þessi alvarlegu mál ítarlega innanbúðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner