Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 30. nóvember 2016 06:45
Fótbolti.net
Íslandsmótið í reitabolta fer fram í desember
Reitaboltasamband Íslands í samstarfi við Sparkhöllina
Reitabolti er skemmtilegur.
Reitabolti er skemmtilegur.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Barcelona eru duglegir í reit.
Leikmenn Barcelona eru duglegir í reit.
Mynd: Getty Images
Fyrsta Íslandsmótið í Reitabolta (5v2) fer fram í Sparkhöllinni föstudaginn 9.desember. Reitabolti er ein vinsælasta íþrótt heims og er nátengd þeirri vinsælu íþrótt knattspyrnu.

Aldrei áður hefur verið keppt í reit en nóg er búið að æfa í gegnum tíðina. Margs konar útfærslur eru til og reitabolti á fótboltaæfingu er eitt helsta aðdráttarafl knattspyrnunnar og oftar en ekki hápunktur hverrar æfingar. En nú er nóg búið að æfa og nú er kominn tími til keppa og fá úr því skorið hverjir eru bestir í reit. Keppt verður um Ásgeirs-bikarinn.

Leikin verður riðlakeppni og útsláttarkeppni þangað til að eitt lið stendur eftir sem sigurvegari og sannanlega Íslandsmeistari í reitabolta.

Reglur:
Hámarksfjöldi eru 6 leikmenn per lið, lágmarksfjöldi 5. Gjaldgengir eru allir leikmenn, úr öllum deildum, konur sem karlar en þó eldri en 18 ára.

5v2 (5 sóknarmenn vs 2 varnarmenn)
15 mínútna leikir – liðið með flest stig vinnur leikinn. 12 sendingar á milli samherja gefur eitt stig.

Varnarmenn þurfa að ná boltanum 3x til þess að komast í sókn. Nóg er að varnarmaður snerti boltann. Sjáanleg snerting og/eða hljóð nægir. Tötz er tötz.

Klobbar eru tie-breakers ef stigin eru jöfn og halda þar að auki varnarmönnum inni einn umgang til viðbótar fyrir hvern klobba og þurfa þeir því að ná boltanum einu sinni til viðbótar þeim þremur sem þarf að ná í hverri varnartörn fyrir sig til að komast í sókn.

Ein snerting, annað er fyrir áhugamenn. Undantekning er þegar að sóknarmaður nær að klobba varnarmann, þá endurnýjast snertingarnar. Tólf sendingar gefa eitt stig. Telja þarf upphátt. Fyrsta sending frí. Klobbi telst klobbi ef boltinn hefur farið á milli fóta varnarmanns og gildir þá einu hvort boltinn snerti leikmann svo lengi sem hann skilar sér til sóknarmanns.

Leikmenn dæma sjálfir; skæri-blað-steinn sker úr um öll vafaatriði. Það eru engin brot dæmd í reit og hendi er alltaf hendi. Háttvísi er í hávegum höfð. Mótsstjórar áskilja sér rétt til að vísa leikmönnum úr keppni fyrir óheiðarleika eða grófan leik.

Þar sem að reitabolti hefur ætíð verið leikinn án dómara þá koma leikmenn til með að halda þeirri hefð áfram og skera sjálfir úr um öll vafaatriði og una dómi SBS (Skæri, Blað, Steinn) án nokkurra vandkvæða. Ekki láta kappið bera fegurðina ofurliði er ágætis mottó til að vinna eftir.

Ítarlegri reglur verða gefnar út þegar nær dregur.

Skráning fer fram á netfanginu [email protected].
Þátttökugjald er 12.000 krónur per lið.

Sjá einnig:
Myndband: Reitarboltaskóli Reitarboltasambands Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner