Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 19. júlí 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1-11 í Inkasso: Hegða sér ekki eins og snakkhausar
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Emil hefur skorað fjögur mörk í sumar.
Emil hefur skorað fjögur mörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í útvarpsþætti Fótbolta.net síðastliðinn laugardag var lið fyrri umferðar í Inkasso-deild karla opinberað. Emil Ásmundsson, miðjumaður Fylkis, var útnefndur besti leikmaður fyrri umferðar.

„Ég er sáttur með mína spilamennsku hingað til og liðið hefur verið að spila frábærlega. Við erum í því sæti sem við viljum vera sem er auðvitað gaman, en við erum langt frá því að vera saddir og munum bara bæta í," sagði Emil en Fylkismenn eru á toppnum í augnablikinu og eru staðráðnir í að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni.

„Ég er bjartsýnn á það en það er undir okkur komið að sýna það á vellinum. Það er hellingur eftir af mótinu og ég veit að allir í liðinu eru tilbúnir í stríðið sem bíður okkar."

Emil kom aftur í Fylki fyrir síðasta tímabil eftir dvöl hjá Brighton & Hove Albion. Í sumar hefur hann síðan sprungið út í Fylkisliðinu.

„Ég er fyrst og fremst heppinn að vera umkringdur góðum leikmönnum inná vellinum og einnig hefur þjálfarateymið verið til fyrirmyndar, það er lykilinn að okkar velgengni núna þegar tímabilið er hálfnað. Í byrjun undirbúningstímabils sá maður líka strax að menn voru ekkert að fara að hegða sér eins og snakkhausar í deildinni á næsta ári, það var öllum alvara og það gaf manni vilja til að æfa meira aukalega og leggja hart að sér á hverjum degi. Stemningin í klefanum er líka geggjuð þannig manni líður alltaf vel að fara út á völl að spila eða æfa."

Emil spilar meðal annars með fyrirliðanum Ásgeiri Berki Ásgeirssyni á miðjunni hjá Fylki.

„Það er algjörlega geggjað. Hann er frábær leikmaður sem gerir allt fyrir liðsfélaga sína, fyrirmyndar fyrirliði bæði innan sem utan vallar. Ég næ mjög vel saman með honum og Oddi (Inga Guðmundssyni) á miðjunni enda báðir tveir toppleikmenn og gæðadrengir," sagði Emil að lokum.

Smelltu hér til að sjá úrvalslið fyrri umferðar í Inkasso-deildinni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner