Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   mán 14. ágúst 2017 21:14
Daníel Geir Moritz
Óli Jó: KR-ingar komu til að horfa á okkur
Óli er ekki mikið að fikta í Excel að eigin sögn
Óli er ekki mikið að fikta í Excel að eigin sögn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var hörkuleikur,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 0-0 jafntefli gegn KR í kvöld. „Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og sáttur með stigið. Valur er með fjögur stig eftir leiki sína við KR í deildinni og var Óli ánægður með það. „Ég bý aldrei til Excel skjal. En ég er ánægður með að vinna þá heima og fá jafntefli á útivelli. Það á að vera farsæl leið.“ 

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Valur

Stjarnan gerði jafntefli í kvöld og náði því ekki að minnka forskot Valsmanna. Það stóð ekki á svörum þegar Óli var spurður út í það. „Mér er svo sem alveg sama hvað hinir gera. Ég er ánægður með að fá stigið. Við erum að spila á erfiðum útivelli við mjög gott lið og ég fagna því að fá stig hér.“

Völlurinn var blautur og var Þorvaldur Árnason á milli tannanna á fólki enda fullt af hasar í kappsmiklum leik. „Mér fannst gott tempó hjá báðum liðum og dómarinn mjög góður. Hann leyfði leiknum að fljóta í svona flestum tilfellum. Þannig að þetta var bara hörku leikur tveggja liða sem voru að berjast og mikið undir. Hvorugt lið vildi gefa færi á sér og þá fer oft 0-0. Þetta eru Reykjavíkurrisar og dómarinn dæmdi mjög vel.“

Mætingin var nokkuð góð í kvöld en 1648 manns mættu á Alvogen völlinn til að sjá einmitt þennan risa Reykjavíkurslag. „Ég er að minnsta kosti ánægður með mína menn í Val. Við höfum fengið fínan stuðning í sumar og ég hvet alla Valsmenn til að halda áfram að styðja okkur. KR-ingar fengu líka fullt af fólki en þeir hafa örugglega bara komið til að horfa á okkur,“ sagði Óli sposkur í lokin.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner