Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. september 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Jón Jónsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Jón Jónsson og Emil Pálsson fagna marki.
Jón Jónsson og Emil Pálsson fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klopp nær að sauma saman vörnina samkvæmt spá Jóns.
Klopp nær að sauma saman vörnina samkvæmt spá Jóns.
Mynd: Getty Images
Guardiola er svalur en hann tapar um helgina samkvæmt spánni.
Guardiola er svalur en hann tapar um helgina samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Steindi Jr. fékk sex rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi og skellti sér á toppinn yfir spámenn tímabilsins. Steindi spáði meðal annars 5-0 sigri Manchester City á Liverpool eins og vakti mikl athygli.

Jón Ragnar Jónsson, leikmaður FH og söngvari, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en hann var á skotskónum í 4-2 sigri FH gegn Víkingi R. í gær.



Bournemouth 3 - 3 Brighton (19:00 í kvöld)
Ég er búinn að aflýsa öllum giggum kvöldsins þar sem ég ætla að verða límdur fyrir framan skjáinn. Þetta er frábær slagur tveggja liða sem hafa verið óheppin í byrjun móts. Bæði lið eru búin að plana hóppepp eftir leik og það eru allir svo æstir í það að þetta fer 3-3.

Crystal Palace 2 -2 Southampton (11:30 á morgun)
Roy Hodgson hefur tekið út sína refsingu eftir Íslands leikinn og hann á skilið að fá fyrsta stig Palace á þessu tímabili.

Liverpool 2 - 0 Burnley (14:00 á morgun)
Minn maður, Jurgen Klöpp eins og ég kalla hann, er að fara að sauma þetta aðeins saman aftast. Hann hringdi í ömmu sína sem saumar þetta saman og Liverpool vinnur 2-0.

Newcastle 1 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Einu sinni var mamma mín að selja ferðir til Newcastle og hún ætlaði að þvinga okkur bræður til að halda með Newcastle. Ég átti adidas vindjakka merktur Newcastle. Það voru góðir tímar. Það má heldur ekki gleyma því að Hannes Sig spilaði með Stoke. Það eru taugar í bæði liðin en ég er mikill Benítez maður þannig að Newcastle vinnur 1-0.

Huddersfield 3 - 1 Leicester (14:00 á morgun)Huddersfield er næstum því Leicester fyrir tveimur árum. Þeir eiga ekki alveg eftir að ná svo löngu flugi en það er spurning hversu lengi þeir halda þetta út. Þjálfarinn þeirra er klókur og Huddersfield vinnur þetta.

Watford 1 - 0 Manchester City (14:00 á morgun)
Þó svo að Guardiola sé topp þrír svalasti maður heims þegar hann er í hvítu skónum í ökklasokkum með tanið sitt, þá verður hann að bíta í það súra epli að missa stigin þrjú í þessum leik.

West Bromwich Albion 2 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
Þarna eigast við tvö West lið þó að hvorugt þeirra verði í vestum. Ham er ekki að bera nafn með rentu. Þeir hafa alls ekki verið í ham og ég ætla að segja að Brom taki þetta.

Tottenham 3 - 0 Swansea (16:30 á morgun)
Þarna eru tvö fyrrum Gylfa lið að eigast við. Tottenham er með miklu betra fótboltalið og sigrar örugglega.

Chelsea 2 - 1 Arsenal (12:30 á sunnudag)
Af því að þetta er afmælishelgin hans Eiðs Smára þá verða Chelsea betri aðilinn í leiknum. Chelsea vinnur þó bara 2-1.

Manchester United 1 - 1 Everton (15:00 á sunnudag)
Everton hefur ekki farið vel af stað en það er ekki okkar manni Gylfa að kenna. Hann kann svo sannarlega vel við sig á Old Trafford og mun koma honum inn. Hann tryggir Everton eitt stig því Lukaku skorar líka á móti sínum gömlu félögum.

Fyrri spámenn:
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner