Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 20. október 2017 13:19
Elvar Geir Magnússon
Mourinho heldur að Zlatan verði klár áður en árið er liðið
Zlatan skoraði mörg mörk síðasta tímabil en meiddist svo illa.
Zlatan skoraði mörg mörk síðasta tímabil en meiddist svo illa.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er klár í slaginn fyrir leik Manchester United gegn nýliðum Huddersfield á morgun. Þetta staðfesti Jose Mourinho, stjóri United, á fréttamannafundi.

„Það eru sömu leikmenn til taks og við vorum með fyrir leikinn gegn Benfica," segir Mourinho.

Hann veit ekki hvenær miðjumaðurinn Paul Pogba verður klár eftir meiðsli.

„Paul Pogba er ekki hérna. Ég veit ekki hvenær hann snýr aftur, hvenær hann verður leikfær. Ég bara veit það ekki."

Zlatan Ibrahimovic er á fullu að vinna að endurkomu sinni.

„Zlatan leggur það á sig sem ég bjóst við af honum. Hann leggur gríðarlega hart að sér. Það er samt enn talsvert í að hann verði klár. Held ég að hann verði kominn aftur 2017? Já, en það er bara tilfinning sem ég er með," segir Mourinho.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner