Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fös 30. mars 2018 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Kjartan Atli spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Palace menn fá Liverpool í heimsókn í hádegisleiknum á morgun.
Palace menn fá Liverpool í heimsókn í hádegisleiknum á morgun.
Mynd: Getty Images
Rooney og félagar í Everton fá topplið Manchester City í heimsókn.
Rooney og félagar í Everton fá topplið Manchester City í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Sóli Hólm fékk fimm rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum þar síðustu helgi.

Kjartan Atli Kjartansson útvarpsmaður, sjónvarpsmaður og körfuboltamaður spáir í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni að þessu sinni svona milli þess sem hann stjórnar útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 og stjórnar Dominos körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport.

Crystal Palace 0-1 Liverpool (11:30 á morgun)
Palace-liðið virðist hafa vaknað rétt fyrir landsleikjahlé. Spurning hvort leikmenn Liverpool verði með hugann við Meistaradeildina. Leikurinn verður jafn, en ég held að Liverpool klári þetta 1-0.

West Ham 2-1 Southampthon (14:00 á morgun)
Mark Noble mun rífa sína menn áfram og ná í sigur í leik sem bæði lið verða að vinna.

Brighton 1-1 Leicester City (14:00 á morgun)
Brighton hefur unnið sex leiki, gert þrjú jafntefli og tapað fjórum árið 2018. Og það fína gengi heldur áfram. Ég set X á þennan leik; 1-1.

Manchester United 3-0 Swansea City (14:00 á morgun)
Þetta ætti að vera þægilegur leikur fyrir mína menn, en United hefur gert ótrúlegustu leiki erfiða. Ég spái því að það verði ágústbragur á United. Mark snemma og svo tvö til þrjú mörk undir lokin, segjum 3-0.

Newcastle United 2-1 Huddersfield Town (14:00 á morgun)
Mjög mikilvægur leikur í baráttunni í neðri hlutanum. Framsóknarmaðurinn Sigurjón Jónsson er mikill aðdáandi Newcastle. Hann hefur oft haft áhrif á framvindu hinna ýmsu mála hér á landi og nú munu áhrif hans í fyrsta sinn ná út fyrir landssteinana. Ég held að Sörens muni landa 2-1 sigri fyrir sína menn.

Watford 1-3 Bournemouth (14:00 á morgun)
Liðin í 10. og 11. sæti. Bournemouth hefur skorað í hverjum leik síðan í lok janúar og vörn Watford hefur verið hræðileg að undanförnu. Ég held að Bournemouth taki þennan 3-1.

WBA 0-2 Burnley (14:00 á morgun)
Burnley tekur botnliðið. 2-0 verða lokatölurnar í þessum hörkuslag.

Everton 0-2 Manchester City (16:30 á morgun)
Everton er með níu stig úr síðustu fimm leikjum og City með 12. Eitt er ljóst: þessi leikur endar ekki með jafntefli, samtals hafa liðin gert tvö jafntefli árið 2018. Af þessu má því draga þá ályktun að besta lið Englands nái í sigur. City vinnur 2-0.

Arsenal 2-0 Stoke City (12:30 á sunnudaginn)
Kannski hefur raddleysi Wenger góð áhrif á leikmenn Arsenal, en kallinn hefur verið eitthvað veikur að undanförnu. Ég held að Arsenal vinni þennan leik en vonast til þess að Stoke nái í úrslit, því það væri hræðilegt ef félagið félli um deild.

Chelsea 0-2 Tottenham (15:00 á sunnudaginn)
Ég spái sigri Tottenham í þessum leik, aðallega fyrir kónginn Hjálmar Örn (fáir vita að hann lék líka í kvikmyndinni Fullir vasar, eins og ég). Með þessu verða Chelsea úr leik í baráttunni um meistaradeildarsæti.

Fyrri spámenn:
Gaupi (7 réttir)
Egill Helgason (7 réttir)
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Harðarson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (6 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (5 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (5 réttir)
Hallbera Guðný Gísladóttir (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Ólafur Ingi Skúlason (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (3 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Hallgrímur Jónasson (3 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (3 réttir)
Hörður Magnússon (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner