Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 09. mars 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Egill Helga spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Egill með verðlaunagripinn góða.
Egill með verðlaunagripinn góða.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Liverpool og Manchester United skilja jöfn samkvæmt spá Egils.
Liverpool og Manchester United skilja jöfn samkvæmt spá Egils.
Mynd: Getty Images
Hallbera Gísladóttir var með fimm rétta þegar hún spáði í leikina í enska boltanum fyrir viku.

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Egill Helgason sér um að spá í leikina að þessu sinni.

„Ég er ennþá með verðlaunagripinn hérna frá því um árið," sagði Egill léttur eftir að hann spáði í leikina en hann varð hlutskarpastur í spá fyrir enska boltann tímabilið 2013/2014.


Manchester United 1 - 1 Liverpool (12:30 á morgun)
Það er erfitt fyrir mann sem heldur með Liverpool að spá í þetta. Mér finnst líklegast að þetta verði stórmeistara jafntefli.

Everton 2 - 1 Brighton & Hove Albion (15:00 á morgun)
Gylfi setur mark og þetta fer 2-1.

Huddersfield 2 - 0 Swansea City (15:00 á morgun)
Ég er svolítið skotinn í Huddersfield eftir að Davíð Oddsson talaði einu sinni um þá í einhverju gríni. Hann var spurður spurningu og honum fannst spurningin svo léleg að hann spurði til baka: 'Hvernig gengur Huddersfield í enska boltanum?' Huddersfield var þá í 3. deildinni. Huddersfield tekur þennan leik.

Newcastle United 1 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Ég hreifst af Newcastle þegar Kevin Keegan þjálfaði þar í gamla daga. Þeir skoruðu mikið og fengu mikið á sig. Þetta fer jafntefli.

WBA 1 - 2 Leicester (15:00 á morgun)
WBA er í tómu tjóni.

West Ham 0 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Ég fór einu sinni á West Ham völlinn þegar Björgólfur átti liðið. Ég vorkenni greyið Moyes en ég held að Burnley vinni þetta.

Chelsea 3 - 0 Crystal Palace (17:30 á morgun)
Þrátt fyrir vandræði hjá Chelsea að undanförnu þá á að vera getumunur á þessum liðum. Chelsea fer í gírinn og vinnur 3-0.

Arsenal 2 - 0 Watford (13:30 á sunnudag)
Arsenal vinnur örugglega.

Bournemouth 0 - 2 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Kane skorar annað markið.

Stoke 0 - 4 Man City (20:00 á mánudag)
Manchester City er eins og einhver vél. Þeir vinna þetta þægilega.

Fyrri spámenn:
Gaupi (7 réttir)
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Harðarson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (6 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (5 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (5 réttir)
Hallbera Guðný Gísladóttir (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Ólafur Ingi Skúlason (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (3 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Hallgrímur Jónasson (3 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (3 réttir)
Hörður Magnússon (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 54 +13 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 Chelsea 34 14 9 11 65 59 +6 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner