Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 27. júlí 2006 10:00
Andri Fannar Stefánsson
Hin Hliðin: Aron Einar Gunnarsson (AZ Alkmaar)
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Pedrómyndir - Þórir Tryggvason
Aron skrifar undir samninginn við AZ
Aron skrifar undir samninginn við AZ
Mynd: Úr einkasafni
Aron hér í baráttu við Hrein Hringsson
Aron hér í baráttu við Hrein Hringsson
Mynd: Pedromyndir
Tvisvar í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina hér á Fótbolti.net. Að þessu sinni er það Aron Einar Gunnarsson leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi. Aron sem er sautján ára er uppalinn Þórsari en þessi miðju- og sóknarmaður skrifaði undir tveggja ára samning við Alkmaar nú í sumar.

Fullt nafn: Aron Einar Malmquist Gunnarsson

Gælunafn: Ronni, Gunnarsson

Aldur: 17 ára

Giftur/sambúð: Kærustu sem heitir Björk

Börn: nei

Hvað eldaðir þú síðast? Grillaði mér kjúklingabringu minnir mig, er fáranlega góður i eldhúsinu

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepp og aukaost+ostasósa frá greifanum eða dominos extra

Hvernig gemsa áttu? Nokia 61 eitthvað

Uppáhaldssjónvarpsefni? Prison Break, One Tree Hill og Simpsons

Besta bíómyndin? Gladiator og Shawshanks Redemption

Hvaða tónlist hlustar þú á? Hmmm það fer eftir því hvað ég er að gera

Uppáhaldsútvarpsstöð? X-ið þegar ég er í Reykjavík en FM957 á Akureyri

Uppáhaldsdrykkur? Sprite, Powerade og kalt íslenskt vatn

Uppáhaldsvefsíða ? fotbolti.net

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? Ég hef ekki tekið eftir því en það getur verið að ég fari í hægri legghlífina á undan svo fékk ég mér alltaf cocoa puffs i morgunmat á leikdag

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Tala hátt upp í eyrað á honum

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? KA

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Palli gísla og hafði gaman af Yorke

Erfiðasti andstæðingur? Pabbi þegar hann vill ekki að ég sé með boltann i stofunni

EKKI erfiðasti andstæðingur? Ingi Hrannar Heimisson bædi fótbolta og í texas scramble(golfi) og gömlu kallarnir í Þór það er að segja þegar þeir fá ekki hjálp frá dómaranum

Besti samherjinn? Einar Sigþórsson

Sætasti sigurinn? Allir jafn sætir

Mestu vonbrigði? Tapa fyrir KA

Uppáhalds lið í enska boltanum? Man Utd

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Rooney og Alan smith

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður og Atli Már Rúnarsson

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Fannar Daði Malmquist Gislason og Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Nonni Minn í Þór

Fallegasta knattspyrnukonan? Björk Björnsdottir i Breiðablik

Grófasti leikmaður deildarinnar? Georg Fannar í reit

Besti íþróttafréttamaðurinn? Arnar Björnsson

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Allir med sína galla

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Nú þegar Einar Sigþórs er laus þá kemur hann sterkur inn en annars verð ég að segja Nonni Minn(Jón Stefán Jónsson), hann gerði það svo fagmannlega

Hefurðu skorað sjálfsmark? Ekki svo ég muni nei

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hef ekkert sérstakt til að
segja frá sem er eitthvað skemmtilegt en verð að segja alltaf þegar Ingi Hrannar Heimisson hefur rotast og það hefur gerst frekar oft..

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Tók mín tímabil en var samt alltaf ad fá æði fyrir honum þegar prófin voru að byrja

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Kom inná á síðasta tímabili gegn Viking Ólafsvík

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Snilld, byrja alltaf þar þegar ég tek netrúntinn minn

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Já minnst 2x á dag

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Fínt svona, útskýra samt rangstöðuregluna fyrir sumum línuvörðum

Hvern vildir þú sjá á sviði? Hlyn Birgis


Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Tapa fyrir Gömlum en það gerðist ekki oft. Gömlu karlarnir voru komnir margir hverjir á hausinn yfir Coke skuldum í Hamri.

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Lárus Orri, Grétar Rafn og Heimir Björnsson i Fræ(skyttunum)

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Rúmið mitt heima á Akureyri og Brynjuís

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Sneggri en allt mannlegt..

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Verð að segja Jordan og Palli Gísla

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Öllum, Nýjasta er Le Tour de France, þvílík snilld og þvílíkur skandall að vera ekki búinn að uppgvöta þessa keppni fyrr

Hver er uppáhalds platan þín? Núna er það Eyðilegðu þig smá med fræ og Stadium Arcadium med Red Hot Chili Peppers

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Mjög langt síðan.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Copa Mundial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Ja nú veit ég ekki, kannski svolítið slakur í Stærðfræði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner