Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
banner
   mán 04. mars 2024 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Lengjudeildin
Birkir Heimisson.
Birkir Heimisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir í leik með Val á síðasta tímabili.
Birkir í leik með Val á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við Þór í vetur.
Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við Þór í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gæti ekki verið ánægðari með það. Þetta er búið að vera í hausnum á manni lengi. Þegar Siggi Höskulds er kominn norður og vill fá mann, þá er það ekki spurning," segir Birkir Heimisson, nýjasti leikmaður Þórs, í samtali við Fótbolta.net.

Það má segja að þessi félagaskipti hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti þar sem Birkir hefur verið að spila ágætis hlutverk í Valsliðinu síðustu ár.

Settu allan sinn þunga í þetta
Birkir er uppalinn í Þór en félagið seldi hann til Heerenveen í Hollandi árið 2016 en hann sneri aftur heim til Íslands árið 2020 og samdi við Val. Þar hefur hann leikið síðan. Núna er hann mættur aftur hem á Akureyri.

„Í byrjun síðustu viku og alla vikuna þá vissi ég ekkert af þessu. Svo kemur tilboð á föstudeginum og ég sagði eiginlega bara já við því strax. Ég þurfti að tala við kærustu mína þar sem við eigum von á barni á næstu dögum. Þegar ég fékk grænt ljós frá henni þá var þetta ekki spurning."

„Þeir settu allan sinn þunga í þetta og þetta bara mjög skemmtilegt. Ég er búinn að vera í Val í fimm ár og það var frábær tími. Ég held að þetta verði hrikalega gaman fyrir norðan. Það var heiður að fá að spila fyrir Val en maður hefði alltaf viljað fá að spila aðeins meira. Núna er kominn tími á að prófa nýtt."

Ein af aðalástæðunum fyrir því að ég er að fara
Þórsarar hafa unnið alla sína leiki í vetur og líta vel út. Hvernig líst Birki á það verkefni sem er í gangi í Þorpinu?

„Ég er bara mjög spenntur fyrir því. Siggi er toppþjálfari og hann er ein af aðalástæðunum fyrir því að ég er að fara. Hann kann að smíða saman lið og er búinn að koma þeim í hörkustand. Svo er það undir okkur komið að gera eins vel og við getum í sumar."

Þór hefur nokkuð oft reynt að fá Birki heim en það tókst núna. Stór ástæða fyrir því að er Sigurður Heiðar Höskuldsson er tekinn við liðinu. Birkir þekkir Sigga vel frá tíma sínum í Val en hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta tímabili.

„Hann var aðstoðarþjálfari hjá Val í fyrra. Mér leist alltaf mjög vel á hann og ég átti alltaf gott samband við hann. Þetta var bara ekki spurning."

Formaðurinn var þá fremstur í flokki
Birkir segist hafa fylgst vel með Þórsliðinu síðustu árin en liðið hefur leikið samfleytt í Lengjudeildinni frá 2015. Núna er kominn tími á að fara upp aftur í Bestu deildina.

„Þetta er alltaf búið að vera eitthvað miðjumoð. Ég held að það sé kominn á að fara að gera þetta af alvöru núna og við ætlum að gera það," segir Birkir og bætti léttur við: „Ég held að formaðurinn (Sveinn Elías Jónsson) hafi þá verið fremstur í flokki (þegar Þór spilaði síðast í efstu deild). Ég held að hann yrði glaður að sjá eitthvað gerast í þessum málum."
Athugasemdir
banner
banner
banner