Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 07. október 2017 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Erkin tekinn af lífi í tyrkneskum fjölmiðlum
Caner Erkin var í basli með Jón Daða Böðvarsson og aðra leikmenn íslenska liðsins
Caner Erkin var í basli með Jón Daða Böðvarsson og aðra leikmenn íslenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkneskir fjölmiðlar eru á því mála að Caner Erkin, leikmaður landsliðsins, sé versti leikmaðurinn sem spilaði fyrir liðið í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi. Það má segja að hann hafi verið tekinn af lífi þar, ef svo má að orði komast.

Erkin var í þvílíku basli í 3-0 tapinu gegn Íslandi í gær en Jón Daði Böðvarsson fór oft á köflum illa með leikmanninn.

Tyrkirnir voru auðvitað mjög ósáttir með frammistöðu sinna manna og því þurfti að finna fórnarlamb.

Erkin var fórnarlambið. Hann er sagður vera „loser" eða veikasti hlekkur tyrkneska liðsins í undankeppninni.

Í raun kom sérfrétt á tyrkneska miðlinum Hurriyet þar sem sérstaklega var tekið fram að Erkin væri slakasti maður undankeppninnar.

Þar kemur einnig fram að hann hafi rústað leiknum fyrir liðinu en hann leikur fyrir Besiktas, sem er eitt af stóru liðunum þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner