Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   sun 11. febrúar 2024 23:59
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var allt í lagi. Seinni hálfleikurinn var mjög góður, fyrri hálfleikurinn var þó kaflaskiptur. Byrjuðum ekki vel, eins og hefur gerst oft áður hjá okkur, en í seinni hálfleik vorum við bara betri. Sérstaklega eftir að þeir fá þetta rauða spjald þá vorum við bara með stjórn á þessu. Leiðinlegt að gefa þeim mark í lokin en góður sigur.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur ÍR-inga á Þrótti í kvöld.


Árni var mun sáttari með seinni hálfleik sinna manna en þann fyrri. Hann telur að liðið hafi þorað að halda betur í boltann og þorað að spila honum meira fram á við í seinni hálfleiknum.

Við vorum mun aggresívari og þorðum að spila boltanum meira í seinni hálfeik. Við spiluðum meira fram á við og héldum vel í boltann, það er eitthvað sem ég og Jói höfum verið að tala mikið um eftir að við tókum við. Þegar við erum ekki að gera það erum við ekki góðir en við náum mjög góðum spilköflum þegar við þorum að halda í boltann. Við þurfum ekkert mörg færi til þess að skora, skorum fjögur í dag.“

Árni var ánægður með Guðjón Mána í dag sem skoraði tvö mörk. Hann segir að Jói, hinn aðalþjálfari ÍR, sé búinn að vera með hann og láta hann vita að mörkin munu koma ef hann er mættur á réttan stað.

Það hefur vantað smá hjá honum að klára færin. Hann hefur alveg fengið færi og gert mjög vel í öðrum þáttum leiksins. Jói er búinn að vera með hann og er að láta hann vita að mörkin koma ef hann er kominn á rétta staðinn. Þessi tvö mörk eru mjög mikil sentera mörk. Bæði skoruð á marklínunni en þú þarft að vera þar til að skora þau.“

Árna finnst mikilvægt að vinna þessa leiki til að geta sýnt öðrum og þeim sjálfum að þeir eiga erindi í þessi lið.

Það skiptir alltaf máli að vinna. Við þurfum að sýna öðrum og okkur sjálfum að við eigum alveg erindi í þessi lið. Við eigum samt þrjú Úrvalsdeildarlið líka í þessum riðli. Það er bara næsti leikur sem er á móti.... „á móti hverjum er hann Jói?“, ég man það ekki en það er leikur á laugardaginn.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur á Þrótti Reykjavík en næsti leikur hjá ÍR er á laugardaginn gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner