Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 11. október 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Þjóðhátíð á Panama - Almennur frídagur í dag
Panama fagnar marki.
Panama fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Sannkölluð þjóðhátíðarstemning ríkir á Panama eftir að þjóðin tryggði sér sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni í gærkvöldi.

Juan Carlos Varela, forseti Panama, tilkynnti eftir leikinn að almennur frídagur verði í landinu í dag í tilefni úrslitanna.

Panama vann Kosta Ríka 2-1 og tryggði sér þannig sæti á HM.

Panama endaði í þriðja sæti í CONCACAF-riðli undankeppninnar og fylgir Kosta Ríka og Mexíkó á HM í Rússlandi, þar sem Ísland verður að sjálfsögðu meðal þátttökulanda.

Sjá einnig:
Bandaríkin ekki á HM - Panama til Rússlands eftir svakalega atburðarás
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner